Riðlarnir á HM klárir: England leikur á fyrsta degi síðan 1966 og Danir mæta Frökkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 17:30 Englendingar geta ekki kvartað undan erfiðum riðli. Rob Newell/Getty Images Dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í dag. Dregið var í Doha, höfuðborg Katar en mótið fer þar fram. Mótið hefst þann 21. nóvember og fer úrslitaleikurinn fram 18. desember. Hér að neðan má sjá riðlakeppni mótsins, enn á eiga þrjár þjóðir eftir að tryggja sér þátttökurétt. A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira