Vill húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 19:06 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði eftir kynningarfund í morgun að hann myndi beita sér fyrir því að koma á húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill/Atli Borgarstjóri kallar eftir því að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri með sér sérstakan húsnæðissáttmála til að leysa stöðuna á húsnæðismarkaði. Borgin ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin. Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár. Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár.
Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira