Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2022 05:55 Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, er réttarstjóri Hvalsárréttar. Arnar Halldórsson „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 heimsækjum við sveit sem byggir tilverugrundvöll sinn á sauðfjárrækt. Réttirnar á laugardegi um miðjan september eru einn af hápunktunum í samfélaginu þegar bændurnir heimta fé sitt úr sumarhögunum. Horft yfir Hvalsárrétt í Hrútafirði á réttardeginum 18. september í haust.Arnar Halldórsson Þegar við veltum upp áhyggjum af afkomu bænda sem framleiða lambakjöt er okkur svarað með bjartsýni. „Þetta er bara snjallt fólk, bara hagfræðingar á hverjum bæ og gera gott úr hlutunum. Jú, jú, auðvitað viljum við alltaf fá meira fyrir þetta. Þetta er gæðavara. En það er líka alltaf leiðinlegt að vera með barlóm. Ég vil ekki að bændastéttin auglýsi sig þannig,“ segir Ingibjörg Rósa. Ingibjörg réttarstjóri með nýborið lamb, en tvö vikugömul lömb komu óvænt af heiðunum í réttirnar um miðjan september.Arnar Halldórsson Okkur er sagt að Jóhann Ragnarsson í Laxárdal eigi flest fé í réttunum, um 1.100 fjár, og hann kvartar ekki. „Nei, nei. Við alveg skrimtum af þessu. Ekkert að því,“ svarar Jóhann og segir að á þessu svæði verði menn að stunda sauðfjárbúskap sem alvöruatvinnugrein. „Það er ekki að það mörgu öðru að hverfa. Þannig að það er annaðhvort að búa svona þokkalega eða bara að fara.“ Kvenfélagið Iðunn sá um veitingar í réttarskúrnum. Frá vinstri: Kristín Árnadóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Erna Hilmarsdóttir og Ingibjörg Karlsdóttir.Arnar Halldórsson -Hafa menn þá mætt þessu með því að stækka búin? „Já, búin hafa stækkað gríðarlega og því miður hefur fólki fækkað gríðarlega mikið hérna,“ segir Jóhann, en segist sjá jákvæð teikn um að unga fólkið vilji taka við búskapnum. Þau Bjarni Benediktsson, eigandi Víkurvagna, og Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt, gerðu sér ferð úr Reykjavík en þau eru að gera upp gamla bæinn að Kollsá sem orlofshús. Bjarni hefur haldið tengslum við sveitina frá æskuárum, hann dvaldi þar mikið á sumrin en afi hans var þar bóndi. Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af framtíð búsetunnar. Ísey Lilja Waage og Emilía Ína Burknadóttir.Arnar Halldórsson „Ekki meðan við ræktum sauðfé á Íslandi, þá held ég að þessi sveit verði í byggð. Það er á fáum stöðum betra að vera með sauðfé,“ segir Bjarni og staðhæfir að lambakjötið héðan sé einnig betra á bragðið. Í réttarskúrnum eru kvenfélagskonur búnar að gera allt klárt til að taka á móti smalamönnum. Eftir leitir á fjöllum bíður þeirra kaffi og heitt súkkulaði ásamt bakkelsi, í boði Kvenfélagsins Iðunnar. Valgerður Alda Heiðarsdóttir og Hrafney Björk Waage.Arnar Halldórsson Unga fólkið er áberandi í réttunum. Þær Ísey Lilja Waage og Emilía Ína Burknadóttir draga fé sem tilheyrir Skálholtsvík. Vinkonurnar Valgerður Alda Heiðarsdóttir og Hrafney Björk Waage hjálpast einnig að, önnur býr á Bæ 1 og hin í Skálholtsvík. Við spyrjum stúlkurnar hvort þær gætu hugsað sér að verða bændur. Við bregðum okkur einnig á Borðeyri, sem er eina þéttbýlið sem myndast hefur við Hrútafjörð. Þorpið hefur þó aldrei verið fjölmennt, þegar flest var bjuggu þar um sextíu manns skömmu fyrir seinni heimstyrjöld og þá bjuggu yfir þrjúhundruð manns í Bæjarhreppi. Kristín Árnadóttir, fyrrum skólastjóri, við Riis-hús á Borðeyri.Arnar Halldórsson En síðan hefur fólkinu fækkað. Kristín Árnadóttir, fyrrum skólastjóri, sem býr á Borðeyri, segir okkur að þar eigi núna tólf manns lögheimili og milli 80 og 90 manns búi í sveitinni, hinum gamla Bæjarhreppi. Kaupmaðurinn Pétur Eggertz er jafnan talinn faðir Borðeyrar en hann hóf þar verslun árið 1858 og reisti hús það sem núna er kallað Riis-hús. Á Borðeyri má segja að sé upphaf Thors-ættarinnar á Íslandi. Þangað kom Thor Jensen sem ungur verslunarlærlingur frá Danmörku árið 1878. Þorpið hefur einnig alið af sér forsætisráðherra en þar fæddist Sigurður Eggerz. Séð yfir Borðeyri við Hrútafjörð.Arnar Halldórsson Húsaröðin á gömlu Borðeyri hefur núna verið skilgreind sem verndarsvæði í byggð. Félag um Riis-hús, elsta húsið, hefur staðið myndarlega að endurbyggingu þess. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag klukkan 16.15. Einnig má nálgast þáttinn í heild á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá tólf mínútna kafla: Um land allt Landbúnaður Húnaþing vestra Strandabyggð Byggðamál Húsavernd Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 heimsækjum við sveit sem byggir tilverugrundvöll sinn á sauðfjárrækt. Réttirnar á laugardegi um miðjan september eru einn af hápunktunum í samfélaginu þegar bændurnir heimta fé sitt úr sumarhögunum. Horft yfir Hvalsárrétt í Hrútafirði á réttardeginum 18. september í haust.Arnar Halldórsson Þegar við veltum upp áhyggjum af afkomu bænda sem framleiða lambakjöt er okkur svarað með bjartsýni. „Þetta er bara snjallt fólk, bara hagfræðingar á hverjum bæ og gera gott úr hlutunum. Jú, jú, auðvitað viljum við alltaf fá meira fyrir þetta. Þetta er gæðavara. En það er líka alltaf leiðinlegt að vera með barlóm. Ég vil ekki að bændastéttin auglýsi sig þannig,“ segir Ingibjörg Rósa. Ingibjörg réttarstjóri með nýborið lamb, en tvö vikugömul lömb komu óvænt af heiðunum í réttirnar um miðjan september.Arnar Halldórsson Okkur er sagt að Jóhann Ragnarsson í Laxárdal eigi flest fé í réttunum, um 1.100 fjár, og hann kvartar ekki. „Nei, nei. Við alveg skrimtum af þessu. Ekkert að því,“ svarar Jóhann og segir að á þessu svæði verði menn að stunda sauðfjárbúskap sem alvöruatvinnugrein. „Það er ekki að það mörgu öðru að hverfa. Þannig að það er annaðhvort að búa svona þokkalega eða bara að fara.“ Kvenfélagið Iðunn sá um veitingar í réttarskúrnum. Frá vinstri: Kristín Árnadóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Erna Hilmarsdóttir og Ingibjörg Karlsdóttir.Arnar Halldórsson -Hafa menn þá mætt þessu með því að stækka búin? „Já, búin hafa stækkað gríðarlega og því miður hefur fólki fækkað gríðarlega mikið hérna,“ segir Jóhann, en segist sjá jákvæð teikn um að unga fólkið vilji taka við búskapnum. Þau Bjarni Benediktsson, eigandi Víkurvagna, og Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt, gerðu sér ferð úr Reykjavík en þau eru að gera upp gamla bæinn að Kollsá sem orlofshús. Bjarni hefur haldið tengslum við sveitina frá æskuárum, hann dvaldi þar mikið á sumrin en afi hans var þar bóndi. Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af framtíð búsetunnar. Ísey Lilja Waage og Emilía Ína Burknadóttir.Arnar Halldórsson „Ekki meðan við ræktum sauðfé á Íslandi, þá held ég að þessi sveit verði í byggð. Það er á fáum stöðum betra að vera með sauðfé,“ segir Bjarni og staðhæfir að lambakjötið héðan sé einnig betra á bragðið. Í réttarskúrnum eru kvenfélagskonur búnar að gera allt klárt til að taka á móti smalamönnum. Eftir leitir á fjöllum bíður þeirra kaffi og heitt súkkulaði ásamt bakkelsi, í boði Kvenfélagsins Iðunnar. Valgerður Alda Heiðarsdóttir og Hrafney Björk Waage.Arnar Halldórsson Unga fólkið er áberandi í réttunum. Þær Ísey Lilja Waage og Emilía Ína Burknadóttir draga fé sem tilheyrir Skálholtsvík. Vinkonurnar Valgerður Alda Heiðarsdóttir og Hrafney Björk Waage hjálpast einnig að, önnur býr á Bæ 1 og hin í Skálholtsvík. Við spyrjum stúlkurnar hvort þær gætu hugsað sér að verða bændur. Við bregðum okkur einnig á Borðeyri, sem er eina þéttbýlið sem myndast hefur við Hrútafjörð. Þorpið hefur þó aldrei verið fjölmennt, þegar flest var bjuggu þar um sextíu manns skömmu fyrir seinni heimstyrjöld og þá bjuggu yfir þrjúhundruð manns í Bæjarhreppi. Kristín Árnadóttir, fyrrum skólastjóri, við Riis-hús á Borðeyri.Arnar Halldórsson En síðan hefur fólkinu fækkað. Kristín Árnadóttir, fyrrum skólastjóri, sem býr á Borðeyri, segir okkur að þar eigi núna tólf manns lögheimili og milli 80 og 90 manns búi í sveitinni, hinum gamla Bæjarhreppi. Kaupmaðurinn Pétur Eggertz er jafnan talinn faðir Borðeyrar en hann hóf þar verslun árið 1858 og reisti hús það sem núna er kallað Riis-hús. Á Borðeyri má segja að sé upphaf Thors-ættarinnar á Íslandi. Þangað kom Thor Jensen sem ungur verslunarlærlingur frá Danmörku árið 1878. Þorpið hefur einnig alið af sér forsætisráðherra en þar fæddist Sigurður Eggerz. Séð yfir Borðeyri við Hrútafjörð.Arnar Halldórsson Húsaröðin á gömlu Borðeyri hefur núna verið skilgreind sem verndarsvæði í byggð. Félag um Riis-hús, elsta húsið, hefur staðið myndarlega að endurbyggingu þess. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag klukkan 16.15. Einnig má nálgast þáttinn í heild á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá tólf mínútna kafla:
Um land allt Landbúnaður Húnaþing vestra Strandabyggð Byggðamál Húsavernd Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10
Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08
Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent