Með skilaboð til Íslendinga: „Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 20:31 Olexander er frá Kænugarði en hann kom til Íslands fyrir viku síðan. vísir Vesturbæingar og fyrirtæki í nágrenninu hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar, þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03