Aðstoðarmenn formanna eru með 1.350 þúsund krónur í laun á mánuði Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2022 11:18 Varaþingmenn og félagar úr flokknum eru vinsælir aðstoðarmenn formanna og ráðherra. Brynjar og Teitur Björn aðstoða Jón Gunnarsson en Guðmundur Andri, sem féll út af þingi, er nú aðstoðarmaður Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Að sögn Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis er það svo að ef varaþingmenn sem jafnframt eru aðstoðarmenn eða starfsfólk þingflokka taka sæti á þingi þá eru þau í launalausu leyfi frá aðstoðarmennsku sinni þann tíma sem þingseta tekur til. Aðstoðarmenn formanna eru með 1.350 þúsund krónur á mánuði í laun. Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ákvað að ráða Guðmund Andra Thorsson varaþingmann flokksins í Kraganum sem sinn sérlegan aðstoðarmann. Áður hafði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gripið til þess að ráða sér til aðstoðar félaga sína úr Sjálfstæðisflokknum, sem jafnframt eru varaþingmenn, sér til aðstoðar; þá Brynjar Níelsson og Teit Björn Einarsson. Vísi lék forvitni á að vita að ef þeir taki sæti á þingi haldi þeir aðstoðarmannalaunum sínum en svo er ekki. Ragna sagði að beina þyrfti sérstaklega fyrirspurn til ráðuneytanna er varðar aðstoðarmenn ráðherra. Í svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að starfsfólk þingflokka eru 25 og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu eru fimm. Launakjör starfsfólks flokkanna í krónum og aurum talið eru rúm 950 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðarmenn formanna eru hins vegar talsvert betur settir með 1.350 þúsund krónur á mánuði. Störf þingsins voru til umræðu í Íslandi í dag í gærkvöldi en þar voru þeir Atli Fanndal hjá Transparency International og Brynjar Níelsson meðal gesta og var stuttlega komið inn á aðstoðarmennskuna þar auk þess sem komandi kjaraviðræður komu til tals. Brynjar telur að þar gæti reynst erfitt að ná lendingu vegna deilna innan verkalýðshreyfingarinnar en nauðsyn sé á „ábyrgum kjarasamningum“, annars komi það í bakið á allri þjóðinni. Það sé hægt að hækka laun en þá hækki bara verðbólga og vextir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ákvað að ráða Guðmund Andra Thorsson varaþingmann flokksins í Kraganum sem sinn sérlegan aðstoðarmann. Áður hafði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gripið til þess að ráða sér til aðstoðar félaga sína úr Sjálfstæðisflokknum, sem jafnframt eru varaþingmenn, sér til aðstoðar; þá Brynjar Níelsson og Teit Björn Einarsson. Vísi lék forvitni á að vita að ef þeir taki sæti á þingi haldi þeir aðstoðarmannalaunum sínum en svo er ekki. Ragna sagði að beina þyrfti sérstaklega fyrirspurn til ráðuneytanna er varðar aðstoðarmenn ráðherra. Í svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að starfsfólk þingflokka eru 25 og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu eru fimm. Launakjör starfsfólks flokkanna í krónum og aurum talið eru rúm 950 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðarmenn formanna eru hins vegar talsvert betur settir með 1.350 þúsund krónur á mánuði. Störf þingsins voru til umræðu í Íslandi í dag í gærkvöldi en þar voru þeir Atli Fanndal hjá Transparency International og Brynjar Níelsson meðal gesta og var stuttlega komið inn á aðstoðarmennskuna þar auk þess sem komandi kjaraviðræður komu til tals. Brynjar telur að þar gæti reynst erfitt að ná lendingu vegna deilna innan verkalýðshreyfingarinnar en nauðsyn sé á „ábyrgum kjarasamningum“, annars komi það í bakið á allri þjóðinni. Það sé hægt að hækka laun en þá hækki bara verðbólga og vextir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira