Aðstoðarmenn formanna eru með 1.350 þúsund krónur í laun á mánuði Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2022 11:18 Varaþingmenn og félagar úr flokknum eru vinsælir aðstoðarmenn formanna og ráðherra. Brynjar og Teitur Björn aðstoða Jón Gunnarsson en Guðmundur Andri, sem féll út af þingi, er nú aðstoðarmaður Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Að sögn Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis er það svo að ef varaþingmenn sem jafnframt eru aðstoðarmenn eða starfsfólk þingflokka taka sæti á þingi þá eru þau í launalausu leyfi frá aðstoðarmennsku sinni þann tíma sem þingseta tekur til. Aðstoðarmenn formanna eru með 1.350 þúsund krónur á mánuði í laun. Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ákvað að ráða Guðmund Andra Thorsson varaþingmann flokksins í Kraganum sem sinn sérlegan aðstoðarmann. Áður hafði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gripið til þess að ráða sér til aðstoðar félaga sína úr Sjálfstæðisflokknum, sem jafnframt eru varaþingmenn, sér til aðstoðar; þá Brynjar Níelsson og Teit Björn Einarsson. Vísi lék forvitni á að vita að ef þeir taki sæti á þingi haldi þeir aðstoðarmannalaunum sínum en svo er ekki. Ragna sagði að beina þyrfti sérstaklega fyrirspurn til ráðuneytanna er varðar aðstoðarmenn ráðherra. Í svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að starfsfólk þingflokka eru 25 og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu eru fimm. Launakjör starfsfólks flokkanna í krónum og aurum talið eru rúm 950 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðarmenn formanna eru hins vegar talsvert betur settir með 1.350 þúsund krónur á mánuði. Störf þingsins voru til umræðu í Íslandi í dag í gærkvöldi en þar voru þeir Atli Fanndal hjá Transparency International og Brynjar Níelsson meðal gesta og var stuttlega komið inn á aðstoðarmennskuna þar auk þess sem komandi kjaraviðræður komu til tals. Brynjar telur að þar gæti reynst erfitt að ná lendingu vegna deilna innan verkalýðshreyfingarinnar en nauðsyn sé á „ábyrgum kjarasamningum“, annars komi það í bakið á allri þjóðinni. Það sé hægt að hækka laun en þá hækki bara verðbólga og vextir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ákvað að ráða Guðmund Andra Thorsson varaþingmann flokksins í Kraganum sem sinn sérlegan aðstoðarmann. Áður hafði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gripið til þess að ráða sér til aðstoðar félaga sína úr Sjálfstæðisflokknum, sem jafnframt eru varaþingmenn, sér til aðstoðar; þá Brynjar Níelsson og Teit Björn Einarsson. Vísi lék forvitni á að vita að ef þeir taki sæti á þingi haldi þeir aðstoðarmannalaunum sínum en svo er ekki. Ragna sagði að beina þyrfti sérstaklega fyrirspurn til ráðuneytanna er varðar aðstoðarmenn ráðherra. Í svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að starfsfólk þingflokka eru 25 og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu eru fimm. Launakjör starfsfólks flokkanna í krónum og aurum talið eru rúm 950 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðarmenn formanna eru hins vegar talsvert betur settir með 1.350 þúsund krónur á mánuði. Störf þingsins voru til umræðu í Íslandi í dag í gærkvöldi en þar voru þeir Atli Fanndal hjá Transparency International og Brynjar Níelsson meðal gesta og var stuttlega komið inn á aðstoðarmennskuna þar auk þess sem komandi kjaraviðræður komu til tals. Brynjar telur að þar gæti reynst erfitt að ná lendingu vegna deilna innan verkalýðshreyfingarinnar en nauðsyn sé á „ábyrgum kjarasamningum“, annars komi það í bakið á allri þjóðinni. Það sé hægt að hækka laun en þá hækki bara verðbólga og vextir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira