Umsækjendur látnir byggja flugvél með legókubbum undir dúndrandi tónlist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 20:01 Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Vísir/Egill Hátt í fimm þúsund manns sóttust eftir því að verða flugmenn og flugliðar hjá flugfélaginu Play, þegar auglýst var eftir umsóknum fyrr á þessu ári. Umsækjendur voru látnir byggja flugvél með legókubbum með háværa tónlist í eyrunum og spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn hefði spilað á trommur. Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin. Fréttir af flugi Play Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira