„Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir krýpur á hné ásamt liðsfélögum sínum í Orlando Pride á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna ómar, fyrir leik gegn Washington Spirit 19. mars. Landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur rann blóðið til skyldunnar að taka þátt í baráttunni gegn nýsamþykktri lagasetningu í Flórída sem gagnrýnendur hafa kallað „Don‘t say gay“. Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira
Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira