Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 16:18 Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA. Vísir/Arnar Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið. Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið.
Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira