Traustið á söluferli Íslandsbanka horfið Kristrún Frostadóttir skrifar 6. apríl 2022 17:00 „Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“ Svona svaraði stjórnarformaður Bankasýslunnar til um hvernig þóknunum var háttað í útboði á ríkiseign í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag. Útboði sem var lokað almenningi á þeim forsendum að lágmarka ætti kostnað við útboðið. Nú hefur komið í ljós í umræddu viðtali að ríkissjóður mun greiða 700 milljónir króna fyrir umrædda sölu, eða 1,4% af söluandvirðinu. Stjórnarformaður Bankasýslunnar fullyrðir sem sagt að erfitt sé að sjá að hringt hafi verið í suma en ekki aðra því margir söluaðilar hafi verið fengnir að borðinu til að hringja í sem flesta og reyna að fá sem mestar þóknanatekjur. Átti ekki lágmarka kostnað… Þessar 700 milljónir króna eru meðal annars greiddar til 5 innlendra söluráðgjafa sem sendu á „allan sinn kúnnahóp“ og fengu verkefnið án útboðs. Í frumútboðinu – sem var sölutryggt, þar sem bankinn var að fara á markað og þurfti umtalsvert meiri ráðgjöf auk þess sem allri þjóðinni var boðið að kaupa - var kostnaðurinn 3% af söluandvirði. 1,4% af söluandvirði er mjög há upphæð til að koma bréfum til fjárfesta, bréfum sem eru nú þegar á markaði. Það þarf ekki annað en að skoða verðskrár hjá söluráðgjöfum hér heima að 1% er hæsta prósentan af söluandvirði og nær alltaf samið um mun lægri þóknanir þegar stærri fjárfesta og lífeyrissjóði um ræðir, á bilinu 0,2-0,3%. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom fram: „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ Hvað varð um kostnaðaraðhaldið? Var söluaðilum gefið frítt spil í fjölda kaupenda? Þegar kom að sölu á ríkiseign? …og tryggja gæði frekar en magn fjárfesta? Þá sagði framkvæmdastjóri Bankasýslunnar í viðtali við Morgunblaðið í dag að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar séu valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom einmitt fram að dreift eignarhald væri ekki aðalmarkmiðið í annarri umferð: „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Fjármálaráðherra ýjaði reglulega að því að eðli fjárfestanna væri það sem skipti máli, ekki endilega hæsta verðið. Þess vegna mætti líka rökstyðja tilboðsleiðina, lokað ferli. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Enn fremur sagði fjármálaráðherra: „Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um þetta en það sem ég les út úr því sem er fram komið að lífeyrissjóðirnir hafi komið sterkt inn og séu með yfirgnæfandi meirihluta í þessu útboði og innlendir aðilar langt langt umfram erlenda. “ Það reyndist ekki rétt. Lífeyrissjóðirnir eru ekki með meirihluta í þessu útboði heldur rúmlega þriðjung. Það var skilningur langflestra að ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara tilboðsleið og veita afslátt frá markaðsverði á ríkiseign að með því fengjust langtímafjárfestar inn sem væru að kaupa það stóran hlut að ekki væri auðsótt að kaupa slíkan hlut beint á markaði. Enda var markmiðið í þessum hluta útboðsins, eins og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar sagði sjálfur, ekki dreift eignarhald, enda náðist það með frumútboðinu. Svo fréttist af litlum fjárfestum í útboðinu, fjárfestum sem gátu hæglega keypt á markaði eins og allir aðrir enda um lágar upphæðir að ræða. Eðlilega vakna spurningar í hverja var hringt, enda margir sem gætu fallið undir skilgreininguna hæfur fjárfestir sem á undir 10 milljónir króna til að fjárfesta. Fyrstu viðbrögð Bankasýslunnar voru að halda því fram að ekki hafi verið hægt að hafna fjárfestum sem voru hæfir – gæta þyrfti jafnræðis. Hins vegar liggur nú fyrir að boð bárust frá 430 aðilum en 209 boð voru tekin. Svo helmingi var hafnað. Á hvaða forsendum er óljóst. Hver ætlar að bera ábyrgð á því að traustið er farið? Þegar verið er að stunda viðskipti með eignir og fjármuni ríkisins þá gerum við kröfu um gagnsæi og jafnræði sem eru miklu stífari en gengur og gerist í viðskiptum einkaaðila. Ástæðan er fyrst og fremst óttinn við spillingu. Þess vegna er svo mikilvægt að það fari fram alvöru skoðun á þessu ferli og þeim spurningum sem ekki hefur verið svarað almennilega verði svarað. Markmiðin með þessum öðrum áfanga sölunnar verða óljósari og óljósari. Snerist þetta um dreift eignarhald eða ekki? Snerist þetta um lágmörkun kostnaðar eða ekki? Snerist þetta um aðkomu langtímafjárfesta eða ekki? Það er ekki hægt að ráðstafa eignum almennings á afslætti án tilhlýðandi rökstuðnings. Það er ekki hægt að handvelja án útskýringa söluaðila og greiða þeim svo hundruðir milljóna í þóknun umfram óskilgreind markmið. Einhver þarf að bera ábyrgð á því að traustið á þessu söluferli er horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Íslenskir bankar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
„Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“ Svona svaraði stjórnarformaður Bankasýslunnar til um hvernig þóknunum var háttað í útboði á ríkiseign í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag. Útboði sem var lokað almenningi á þeim forsendum að lágmarka ætti kostnað við útboðið. Nú hefur komið í ljós í umræddu viðtali að ríkissjóður mun greiða 700 milljónir króna fyrir umrædda sölu, eða 1,4% af söluandvirðinu. Stjórnarformaður Bankasýslunnar fullyrðir sem sagt að erfitt sé að sjá að hringt hafi verið í suma en ekki aðra því margir söluaðilar hafi verið fengnir að borðinu til að hringja í sem flesta og reyna að fá sem mestar þóknanatekjur. Átti ekki lágmarka kostnað… Þessar 700 milljónir króna eru meðal annars greiddar til 5 innlendra söluráðgjafa sem sendu á „allan sinn kúnnahóp“ og fengu verkefnið án útboðs. Í frumútboðinu – sem var sölutryggt, þar sem bankinn var að fara á markað og þurfti umtalsvert meiri ráðgjöf auk þess sem allri þjóðinni var boðið að kaupa - var kostnaðurinn 3% af söluandvirði. 1,4% af söluandvirði er mjög há upphæð til að koma bréfum til fjárfesta, bréfum sem eru nú þegar á markaði. Það þarf ekki annað en að skoða verðskrár hjá söluráðgjöfum hér heima að 1% er hæsta prósentan af söluandvirði og nær alltaf samið um mun lægri þóknanir þegar stærri fjárfesta og lífeyrissjóði um ræðir, á bilinu 0,2-0,3%. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom fram: „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ Hvað varð um kostnaðaraðhaldið? Var söluaðilum gefið frítt spil í fjölda kaupenda? Þegar kom að sölu á ríkiseign? …og tryggja gæði frekar en magn fjárfesta? Þá sagði framkvæmdastjóri Bankasýslunnar í viðtali við Morgunblaðið í dag að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar séu valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom einmitt fram að dreift eignarhald væri ekki aðalmarkmiðið í annarri umferð: „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Fjármálaráðherra ýjaði reglulega að því að eðli fjárfestanna væri það sem skipti máli, ekki endilega hæsta verðið. Þess vegna mætti líka rökstyðja tilboðsleiðina, lokað ferli. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Enn fremur sagði fjármálaráðherra: „Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um þetta en það sem ég les út úr því sem er fram komið að lífeyrissjóðirnir hafi komið sterkt inn og séu með yfirgnæfandi meirihluta í þessu útboði og innlendir aðilar langt langt umfram erlenda. “ Það reyndist ekki rétt. Lífeyrissjóðirnir eru ekki með meirihluta í þessu útboði heldur rúmlega þriðjung. Það var skilningur langflestra að ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara tilboðsleið og veita afslátt frá markaðsverði á ríkiseign að með því fengjust langtímafjárfestar inn sem væru að kaupa það stóran hlut að ekki væri auðsótt að kaupa slíkan hlut beint á markaði. Enda var markmiðið í þessum hluta útboðsins, eins og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar sagði sjálfur, ekki dreift eignarhald, enda náðist það með frumútboðinu. Svo fréttist af litlum fjárfestum í útboðinu, fjárfestum sem gátu hæglega keypt á markaði eins og allir aðrir enda um lágar upphæðir að ræða. Eðlilega vakna spurningar í hverja var hringt, enda margir sem gætu fallið undir skilgreininguna hæfur fjárfestir sem á undir 10 milljónir króna til að fjárfesta. Fyrstu viðbrögð Bankasýslunnar voru að halda því fram að ekki hafi verið hægt að hafna fjárfestum sem voru hæfir – gæta þyrfti jafnræðis. Hins vegar liggur nú fyrir að boð bárust frá 430 aðilum en 209 boð voru tekin. Svo helmingi var hafnað. Á hvaða forsendum er óljóst. Hver ætlar að bera ábyrgð á því að traustið er farið? Þegar verið er að stunda viðskipti með eignir og fjármuni ríkisins þá gerum við kröfu um gagnsæi og jafnræði sem eru miklu stífari en gengur og gerist í viðskiptum einkaaðila. Ástæðan er fyrst og fremst óttinn við spillingu. Þess vegna er svo mikilvægt að það fari fram alvöru skoðun á þessu ferli og þeim spurningum sem ekki hefur verið svarað almennilega verði svarað. Markmiðin með þessum öðrum áfanga sölunnar verða óljósari og óljósari. Snerist þetta um dreift eignarhald eða ekki? Snerist þetta um lágmörkun kostnaðar eða ekki? Snerist þetta um aðkomu langtímafjárfesta eða ekki? Það er ekki hægt að ráðstafa eignum almennings á afslætti án tilhlýðandi rökstuðnings. Það er ekki hægt að handvelja án útskýringa söluaðila og greiða þeim svo hundruðir milljóna í þóknun umfram óskilgreind markmið. Einhver þarf að bera ábyrgð á því að traustið á þessu söluferli er horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun