Réðst á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2022 14:43 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. apríl. Vísir/Vilhelm Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bíl mannsins, sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Karlinn hafði lagt í stæði konunnar en merkingar sáust ekki því snjór var yfir öllu. Það var í mars 2020 sem konan ætlaði að leggja í merkt stæði á bílastæði fyrir utan heimili hennar. Bíl hafði verið lagt í stæði hennar og brá hún á það ráð að leggja fyrir aftan bílinn. 30-45 mínútum síðar hringdi karlmaður bjöllunni og hafði samskipti við konuna í gegnum dyrasímann. Hann hafði þá fundið út úr því að hún væri eigandi bílsins sem hindraði honum för. Samtalið varð til þess að karlmaðurinn varð verulega æstur og var í þannig ástandi þegar konan kom niður í anddyrið til að ræða við hann. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði veist með ofbeldi að konunni, hrint henni ítrekað sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig á hurðarkarm og vegg. Lögregla mætti á svæðið og voru þau bæði utanhúss við komuna og karlinn enn mjög æstur. Dómurinn taldi framburð konunnar stöðugan en karlsins ekki. Neitaði hann sök en sagðist í frjálsri frásögn „kannski“ hafa snert konuna lauslega. Hreyfingar hans hefðu þó ekki verið til þess fallnar að valda henni áverkum. Dómurinn mat þennan þátt framburðar karlmannsins ekki trúverðugan. Sýnt þótti að karlmaðurinn hefði misst stjórn á sér og þá hefði hann verið fyllilega meðvitaður um líkamlegan styrk sinn og þannig aðstöðumun á milli hans og brotaþola. Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Vegna tafa á málinu, sem héraðsdómur sagði úr hófi og í engu samræmi við umfang málsins, var refsingu frestað og skilorðsbundin í tvö ár. Bílastæði Dómsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Það var í mars 2020 sem konan ætlaði að leggja í merkt stæði á bílastæði fyrir utan heimili hennar. Bíl hafði verið lagt í stæði hennar og brá hún á það ráð að leggja fyrir aftan bílinn. 30-45 mínútum síðar hringdi karlmaður bjöllunni og hafði samskipti við konuna í gegnum dyrasímann. Hann hafði þá fundið út úr því að hún væri eigandi bílsins sem hindraði honum för. Samtalið varð til þess að karlmaðurinn varð verulega æstur og var í þannig ástandi þegar konan kom niður í anddyrið til að ræða við hann. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði veist með ofbeldi að konunni, hrint henni ítrekað sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig á hurðarkarm og vegg. Lögregla mætti á svæðið og voru þau bæði utanhúss við komuna og karlinn enn mjög æstur. Dómurinn taldi framburð konunnar stöðugan en karlsins ekki. Neitaði hann sök en sagðist í frjálsri frásögn „kannski“ hafa snert konuna lauslega. Hreyfingar hans hefðu þó ekki verið til þess fallnar að valda henni áverkum. Dómurinn mat þennan þátt framburðar karlmannsins ekki trúverðugan. Sýnt þótti að karlmaðurinn hefði misst stjórn á sér og þá hefði hann verið fyllilega meðvitaður um líkamlegan styrk sinn og þannig aðstöðumun á milli hans og brotaþola. Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Vegna tafa á málinu, sem héraðsdómur sagði úr hófi og í engu samræmi við umfang málsins, var refsingu frestað og skilorðsbundin í tvö ár.
Bílastæði Dómsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira