Áhyggjulaus á meðan það er frost Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2022 09:01 Úr Hlíðarfjalli. Vísir/Arnar Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga og landsmenn hafa verið duglegir að skíða í vetur, þrátt fyrir að þar hafi veðrið verið uppátækjasamt. „Traffíkin er búin að vera fín. Það sem er kannski búið að vera erfiðast eru kannski lægðir. Við þurfum að fara örugglega fimmtán ár aftur í tímann til að finna jafn vindamikinn vetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Páskarnir koma seint í ár en þó hefur snjóað norðan heiða undanfarna daga og lítið annað en frost í kortunum næstu daga. „Það er frost framundan og við munum halda áfram að framleiða fyrir dymbilviku og páska og Andrés. Svo lengi sem það er frost þá getum við nýtt byssurnar og framleitt. Þá er ég áhyggjulaus,“ segir Brynjar spurður um hvort hann fylgist ekki grannt með veðurspánni. Páskarnir og dymbilvikan skipta miklu máli þegar kemur að rekstrinum. „Við erum í vertíð og páskarnir eru stærsti parturinn af þeim, mestu tekjurnar, mesta traffíkin og mesta gleðin. Bestu skíðaskilyrðin, birtan er komin,“ segir Brynjar. Nýja stólalyftan í fjallinu var sett í gang í febrúar og svo lengi sem veðrið er gott verður hún opin. „Við stefnum á því að hún verði opin alla daga fram að páskum. Við erum alltaf með hana opna fimmtudega til sunnudags. Svo þegar páskarnir koma og dymbilvikan þá verður hún bara keyrð daglega.“ Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga og landsmenn hafa verið duglegir að skíða í vetur, þrátt fyrir að þar hafi veðrið verið uppátækjasamt. „Traffíkin er búin að vera fín. Það sem er kannski búið að vera erfiðast eru kannski lægðir. Við þurfum að fara örugglega fimmtán ár aftur í tímann til að finna jafn vindamikinn vetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Páskarnir koma seint í ár en þó hefur snjóað norðan heiða undanfarna daga og lítið annað en frost í kortunum næstu daga. „Það er frost framundan og við munum halda áfram að framleiða fyrir dymbilviku og páska og Andrés. Svo lengi sem það er frost þá getum við nýtt byssurnar og framleitt. Þá er ég áhyggjulaus,“ segir Brynjar spurður um hvort hann fylgist ekki grannt með veðurspánni. Páskarnir og dymbilvikan skipta miklu máli þegar kemur að rekstrinum. „Við erum í vertíð og páskarnir eru stærsti parturinn af þeim, mestu tekjurnar, mesta traffíkin og mesta gleðin. Bestu skíðaskilyrðin, birtan er komin,“ segir Brynjar. Nýja stólalyftan í fjallinu var sett í gang í febrúar og svo lengi sem veðrið er gott verður hún opin. „Við stefnum á því að hún verði opin alla daga fram að páskum. Við erum alltaf með hana opna fimmtudega til sunnudags. Svo þegar páskarnir koma og dymbilvikan þá verður hún bara keyrð daglega.“
Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00