Nýsköpun – Sleppum teskeiðinni og mundum skófluna Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 12:01 Ísland er eitt mesta velsældarríki heims. Þrátt fyrir góða stöðu landsins þá eigum við alltaf að bæta okkur til aukinnar velsældar. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að margt er hægt að bæta, til dæmis í heilbrigðiskerfinu og samgöngumálum (sérstaklega í höfuðborginni) til að mæta væntingum almennings. Til þess að við getum tryggt áframhaldandi uppbyggingu og bættri velferð þá þurfum við einnig að tryggja langtímasjálfbærni. Það er gert með því að stækka hagkerfið okkar m.a. með því að hlúa að vænlegustu vaxtasprotum þess. Hagstætt veðmál Okkar vænlegustu vaxtasprotar eru ung tæknifyrirtæki. Þau skapa góð og fjölbreytt störf ásamt því að auka útflutnings- og skatttekjur. Við eigum að gefa rækilega í til uppbyggingar á tækniiðnaði hér á landi. Það er til hagsbóta samfélagsins alls og skilar sér í auknum tekjum ríkissjóðs til langs tíma. Með slíkri uppbyggingu værum við ekki að finna upp hjólið. Í mörgum af auðugustu þjóðum heims má finna mýmörg dæmi um ágæti þess að styðja þétt við bakið á tæknifyrirtækjum. Í þessu samhengi er sérstaklega litið til Ísrael, en ísraelska hagkerfið var tiltölulega veikt fyrir nokkrum áratugum. Þar byrjuðu þarlend stjórnvöld að styðja tækniiðnað með ráðum og dáð. Í kjölfarið hefur iðnaðurinn vaxið hratt og örugglega. Við sjáum jákvæðu áhrifin sem það hefur haft á ísraelskan atvinnumarkað, ríkissjóð þeirra og samfélag. Árið 2021 var það besta í ísraelskum tækniiðnaði frá upphafi frá en þarlend tæknifyrirtæki sóttu sér 25,4 milljarða dala vaxtafjármagn, sem er 136% vöxtur frá 2020. Ísraelskum einhyrningum, þ.e. tæknifyrirtæki sem metin eru á meira en milljarð dala, fjölgaði um 33 á árinu 2021 og eru núna orðin samtals 53. Þetta er öfundsverð staða, en fjárfestingar og stuðningur ísraelska ríkisins er núna að skila sér margfalt til baka og hefur umbyltað hagkerfi landsins. Gjöf sem heldur áfram að gefa. Veðjum á tæknifyrirtæki Það sama getur gerst hér á landi. Við höfum nú þegar byggt grundvöllinn og búum yfir kröftugum iðnaði sem bíður spenntur eftir tækifæri. Margt hefur verið gert hér á landi samanber aukin endurgreiðsla á rannsókna- og þróunarkostnaði og skattalegir hvatar til einstaklinga sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Það er hægt að gera svo margt fleira í kjölfarið. Til dæmis þarf að mæta skorti á tæknimenntuðum sérfræðingum. Við þurfum að geta verið samkeppnishæf á atvinnumarkaði og laðað að erlenda sérfræðinga til starfa svo að íslenskur tækniiðnaður vaxi og dafni enn meir. Í því sambandi er nauðsynlegt fyrir hið opinbera að fara í gagngera endurskoðun á lögum um innflytjendur og atvinnuleyfi svo að núverandi regluverk fyrir erlenda sérfræðinga sem koma utan ESB verði mun skilvirkara en það er í dag. Ásamt þessu getum við aukið skattalega hvata til að gera Ísland meira aðlagandi. Árið 2016 var opnað fyrir að erlendir sérfræðingar gætu fengið 25% lækkun á tekjuskattsstofni í þrjú ár. Ég tel að við eigum bæði að hækka þetta hlutfall og lengja tímann. Núna er kominn tími til að hugsa stórt. Við höfum innviðina og fjármunina en okkur sárvantar fólk. Ráðumst í aðgerðir til að ná í þann fjölda erlendra tæknimenntaðra sérfræðinga sem þarf. Sleppum teskeiðinni og mundum skófluna. Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og situr í 4. sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Nýsköpun Framsóknarflokkurinn Alþingi Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eitt mesta velsældarríki heims. Þrátt fyrir góða stöðu landsins þá eigum við alltaf að bæta okkur til aukinnar velsældar. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að margt er hægt að bæta, til dæmis í heilbrigðiskerfinu og samgöngumálum (sérstaklega í höfuðborginni) til að mæta væntingum almennings. Til þess að við getum tryggt áframhaldandi uppbyggingu og bættri velferð þá þurfum við einnig að tryggja langtímasjálfbærni. Það er gert með því að stækka hagkerfið okkar m.a. með því að hlúa að vænlegustu vaxtasprotum þess. Hagstætt veðmál Okkar vænlegustu vaxtasprotar eru ung tæknifyrirtæki. Þau skapa góð og fjölbreytt störf ásamt því að auka útflutnings- og skatttekjur. Við eigum að gefa rækilega í til uppbyggingar á tækniiðnaði hér á landi. Það er til hagsbóta samfélagsins alls og skilar sér í auknum tekjum ríkissjóðs til langs tíma. Með slíkri uppbyggingu værum við ekki að finna upp hjólið. Í mörgum af auðugustu þjóðum heims má finna mýmörg dæmi um ágæti þess að styðja þétt við bakið á tæknifyrirtækjum. Í þessu samhengi er sérstaklega litið til Ísrael, en ísraelska hagkerfið var tiltölulega veikt fyrir nokkrum áratugum. Þar byrjuðu þarlend stjórnvöld að styðja tækniiðnað með ráðum og dáð. Í kjölfarið hefur iðnaðurinn vaxið hratt og örugglega. Við sjáum jákvæðu áhrifin sem það hefur haft á ísraelskan atvinnumarkað, ríkissjóð þeirra og samfélag. Árið 2021 var það besta í ísraelskum tækniiðnaði frá upphafi frá en þarlend tæknifyrirtæki sóttu sér 25,4 milljarða dala vaxtafjármagn, sem er 136% vöxtur frá 2020. Ísraelskum einhyrningum, þ.e. tæknifyrirtæki sem metin eru á meira en milljarð dala, fjölgaði um 33 á árinu 2021 og eru núna orðin samtals 53. Þetta er öfundsverð staða, en fjárfestingar og stuðningur ísraelska ríkisins er núna að skila sér margfalt til baka og hefur umbyltað hagkerfi landsins. Gjöf sem heldur áfram að gefa. Veðjum á tæknifyrirtæki Það sama getur gerst hér á landi. Við höfum nú þegar byggt grundvöllinn og búum yfir kröftugum iðnaði sem bíður spenntur eftir tækifæri. Margt hefur verið gert hér á landi samanber aukin endurgreiðsla á rannsókna- og þróunarkostnaði og skattalegir hvatar til einstaklinga sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Það er hægt að gera svo margt fleira í kjölfarið. Til dæmis þarf að mæta skorti á tæknimenntuðum sérfræðingum. Við þurfum að geta verið samkeppnishæf á atvinnumarkaði og laðað að erlenda sérfræðinga til starfa svo að íslenskur tækniiðnaður vaxi og dafni enn meir. Í því sambandi er nauðsynlegt fyrir hið opinbera að fara í gagngera endurskoðun á lögum um innflytjendur og atvinnuleyfi svo að núverandi regluverk fyrir erlenda sérfræðinga sem koma utan ESB verði mun skilvirkara en það er í dag. Ásamt þessu getum við aukið skattalega hvata til að gera Ísland meira aðlagandi. Árið 2016 var opnað fyrir að erlendir sérfræðingar gætu fengið 25% lækkun á tekjuskattsstofni í þrjú ár. Ég tel að við eigum bæði að hækka þetta hlutfall og lengja tímann. Núna er kominn tími til að hugsa stórt. Við höfum innviðina og fjármunina en okkur sárvantar fólk. Ráðumst í aðgerðir til að ná í þann fjölda erlendra tæknimenntaðra sérfræðinga sem þarf. Sleppum teskeiðinni og mundum skófluna. Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og situr í 4. sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun