Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2022 13:58 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór fyrir tveimur vikum. Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í Rannsóknarnefnd Alþingis þeirri sem rannsakaði bankahrunið, telur vel líklegt að lög hafi verið brotin við útboðið. Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta segir hún í samtali við Kjarnann en Sigríður sat í rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði sérstaklega um bankahrunið 2008. Að sögn Sigríðar er það svo að þegar yfir 150 aðilar eru valdir til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við markaðsvirði Íslandsbanka ef þeir hefur keypt á eftirmarkaði; þá brjóti það í bága við 3. grein og mögulega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grundvelli þess þarf einhver að axla ábyrgð fyrir að hafa heimilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum viðskiptum við einstaklinga og ehf., enda eru þau ekki í samræmi við lög og kaupendum og miðlurum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórnvaldi sem heimilaði þetta,“ hefur Kjarninn eftir Sigríði. Ljóst er að útboðið er gífurlega umdeilt og í morgun fóru fram harðar umræður á Alþingi um söluna en þar rukkaði stjórnarandstaðan stjórnarliða um efndir, að þeir styddu tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis, sem færi í saumana á sölunni. Hvergi nærri dygði að ríkisendurskoðun skoðaði málið. Uppfært 14:15 Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa nú sett fram kröfu um að gert verði hlé á þingfundi og gengið frá því að rannsóknarnefnd verði skipuð. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Þetta segir hún í samtali við Kjarnann en Sigríður sat í rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði sérstaklega um bankahrunið 2008. Að sögn Sigríðar er það svo að þegar yfir 150 aðilar eru valdir til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við markaðsvirði Íslandsbanka ef þeir hefur keypt á eftirmarkaði; þá brjóti það í bága við 3. grein og mögulega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grundvelli þess þarf einhver að axla ábyrgð fyrir að hafa heimilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum viðskiptum við einstaklinga og ehf., enda eru þau ekki í samræmi við lög og kaupendum og miðlurum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórnvaldi sem heimilaði þetta,“ hefur Kjarninn eftir Sigríði. Ljóst er að útboðið er gífurlega umdeilt og í morgun fóru fram harðar umræður á Alþingi um söluna en þar rukkaði stjórnarandstaðan stjórnarliða um efndir, að þeir styddu tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis, sem færi í saumana á sölunni. Hvergi nærri dygði að ríkisendurskoðun skoðaði málið. Uppfært 14:15 Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa nú sett fram kröfu um að gert verði hlé á þingfundi og gengið frá því að rannsóknarnefnd verði skipuð.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14