Fréttastofa er á vettvangi og nokkuð margt er um manninn á Austurvelli og er lögregla með viðbúnað á vettvangi.
Ræður hafa verið fluttar á viðburðinum en framsögumenn eru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands.
Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

