Hvert verk lofar sig sjálft Ingibjörg Isaksen skrifar 10. apríl 2022 07:31 Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Aukið fjármagn og betri þjónusta Á samningstímanum á að vinna að verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auka gæði í þjónustu. Samkvæmt nýjum samningum á að auka fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Efla á þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð og þá er áframhaldandi aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila tryggð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Hér er um að ræða mikilvæga samninga sem stíga skref í að þróa áfram þá mikilvægu þjónustu sem eldra fólk á skilið að fá. Markmiði á ávallt að vera að veita góða þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Þessir samningar sýna að sú er stefnan. Horft til framtíðar Þá er það einnig gleðiefni að samningsaðilar hafi samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Með vinnuhópnum er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Sérstaklega mikilvægt er að skoða tengingu greiðslna við gæðavísa til að skoða hvernig bæta megi breyttum kröfum um gæði og þjónustu. Þá ætlar heilbrigðisráðuneytið beita sér fyrir því að skoða fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila, hér er um að ræða mjög spennandi og mikilvægt verkefni og áhugavert verður að fylgjast með þeirri vinnu. Langþráður stöðugleiki Þessir samningar marka mikilvæg tímamót, en nú eru loksins í gildi samningar til lengri tíma við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þá er það þýðingarmikið að samningarnir eru gerðir í góðri sátt. Með saminginunum hafa náðst veigamikil markmið um stöðugleika og fyrirsjáanleika varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilunum, því ber að fagna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Ingibjörg Ólöf Isaksen Hjúkrunarheimili Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Aukið fjármagn og betri þjónusta Á samningstímanum á að vinna að verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auka gæði í þjónustu. Samkvæmt nýjum samningum á að auka fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Efla á þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð og þá er áframhaldandi aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila tryggð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Hér er um að ræða mikilvæga samninga sem stíga skref í að þróa áfram þá mikilvægu þjónustu sem eldra fólk á skilið að fá. Markmiði á ávallt að vera að veita góða þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Þessir samningar sýna að sú er stefnan. Horft til framtíðar Þá er það einnig gleðiefni að samningsaðilar hafi samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Með vinnuhópnum er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Sérstaklega mikilvægt er að skoða tengingu greiðslna við gæðavísa til að skoða hvernig bæta megi breyttum kröfum um gæði og þjónustu. Þá ætlar heilbrigðisráðuneytið beita sér fyrir því að skoða fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila, hér er um að ræða mjög spennandi og mikilvægt verkefni og áhugavert verður að fylgjast með þeirri vinnu. Langþráður stöðugleiki Þessir samningar marka mikilvæg tímamót, en nú eru loksins í gildi samningar til lengri tíma við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þá er það þýðingarmikið að samningarnir eru gerðir í góðri sátt. Með saminginunum hafa náðst veigamikil markmið um stöðugleika og fyrirsjáanleika varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilunum, því ber að fagna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar