Æpandi skortur á pólitískri forystu Kristrún Frostadóttir skrifar 10. apríl 2022 14:31 „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
„Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun