Allt á að vera uppi á borðum Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 11. apríl 2022 07:31 Við Vinstri græn erum hreyfing sem styður og vill styrkja samfélagslegt eignarhald á sem flestum sviðum. Það er því algjörlega ljóst að þegar ráðist er í sölu ríkiseigna verður að ríkja fullkomið traust til söluferilsins og algjört gagnsæi, um það hljótum við öll að vera sammála. Ekki leið á löngu frá því að sölu á 22% hlut í Íslandsbanka lauk uns vísbendingar komu fram um að pottur kynni að hafa verið brotin. Það varð ljóst á ummælum forsætisráðherra strax í upphaf vikunnar að brugðist yrði við þeim aðstæðum sem upp voru komnar. Kaupendalistinn var birtur að frumkvæði stjórnvalda enda á almenningur rétt á slíkum upplýsinga þegar kemur að sölu á ríkiseignum, ekki síst þegar um ræðir banka. Listinn varð síst til að draga úr áhyggjum almennings. Sporin hræða og öll munum við hvernig misheppnaðar einkavæðingar banka fyrr á öldinni áttu stóran þátt í efnahagshruninu. Það er mitt mat og ég tel það vera eðlilegan og réttmætan upphafspunkt þessarar rannsóknar að hún fari fram hjá Ríkisendurskoðanda, það er sá aðili sem við treystum til úttektar þeirrar sem um ræðir fyrir hönd Alþingis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum, enda hafa þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu margsinnis falið embætti hans að gera athuganir á hinum ýmsustu málum. Það er alveg ljóst að slík rannsókn er engin endastöð og ef í ljós kemur að úttektin frá Ríkisendurskoðun verður á einhvern hátt ekki nægjanlega yfirgripsmikil er eðlilegt að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd sem rannsaki málið. Þetta hafa þingmenn og ráðherrar sagt opinberlega enda er það mikið hagsmunamál fyrir land og þjóð að vel sé staðið að sölu ríkiseigna og brugðist hart við ef útaf ber. VG mun alltaf standa fyrir það að engu sé sópað undir teppið heldur sé allt uppi á borðum. Þá kemur ekki til álita að selja frekari hluti ríkisins í Íslandsbanka fyrr en farið hefur verið í saumana á þessu ferli og allar upplýsingar liggja fyrir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn erum hreyfing sem styður og vill styrkja samfélagslegt eignarhald á sem flestum sviðum. Það er því algjörlega ljóst að þegar ráðist er í sölu ríkiseigna verður að ríkja fullkomið traust til söluferilsins og algjört gagnsæi, um það hljótum við öll að vera sammála. Ekki leið á löngu frá því að sölu á 22% hlut í Íslandsbanka lauk uns vísbendingar komu fram um að pottur kynni að hafa verið brotin. Það varð ljóst á ummælum forsætisráðherra strax í upphaf vikunnar að brugðist yrði við þeim aðstæðum sem upp voru komnar. Kaupendalistinn var birtur að frumkvæði stjórnvalda enda á almenningur rétt á slíkum upplýsinga þegar kemur að sölu á ríkiseignum, ekki síst þegar um ræðir banka. Listinn varð síst til að draga úr áhyggjum almennings. Sporin hræða og öll munum við hvernig misheppnaðar einkavæðingar banka fyrr á öldinni áttu stóran þátt í efnahagshruninu. Það er mitt mat og ég tel það vera eðlilegan og réttmætan upphafspunkt þessarar rannsóknar að hún fari fram hjá Ríkisendurskoðanda, það er sá aðili sem við treystum til úttektar þeirrar sem um ræðir fyrir hönd Alþingis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum, enda hafa þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu margsinnis falið embætti hans að gera athuganir á hinum ýmsustu málum. Það er alveg ljóst að slík rannsókn er engin endastöð og ef í ljós kemur að úttektin frá Ríkisendurskoðun verður á einhvern hátt ekki nægjanlega yfirgripsmikil er eðlilegt að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd sem rannsaki málið. Þetta hafa þingmenn og ráðherrar sagt opinberlega enda er það mikið hagsmunamál fyrir land og þjóð að vel sé staðið að sölu ríkiseigna og brugðist hart við ef útaf ber. VG mun alltaf standa fyrir það að engu sé sópað undir teppið heldur sé allt uppi á borðum. Þá kemur ekki til álita að selja frekari hluti ríkisins í Íslandsbanka fyrr en farið hefur verið í saumana á þessu ferli og allar upplýsingar liggja fyrir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun