Að berjast við ofureflið Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2022 12:01 Saga öryrkja í réttindabaráttu. Miðvikudaginn 6. apríl felldi Hæstiréttur Íslands dóm í máli einstaklings gegn Tryggingastofnun sem hefur verið í réttarkerfinu í um níu ár. Þar dæmdi rétturinn að íslenska ríkið hefði í fjölda ára, ranglega skert greiðslur til fátæks fólks. Hinar ólöglegu skerðingar beindust að fólki sem hefur tekjur undir lágmarks-framfærsluviðmiðum þeim sem ríkið hefur sjálft ákvarðað að enginn eigi að þurfa að lifa undir. Af því að þetta fólk hefur einhvern hluta ævi sinnar búið erlendis. Í níu ár barðist þessi einstaklingur fyrir því að fá rétt sinn viðurkenndan fyrst með kæru til úrskurðarnefndar almannatrygginga árið 2013 , og í kjölfarið með höfðun dómsmáls. Dómsmálið vannst á öllum á þremum dómstigunum. Stefnan fyrir Héraðsdómi var lögð fram árið 2016 og féll dómur í júní 2020. Ríkið áfrýjaði til Landsréttar og var dæmt í málinu árið 2021. Aftur áfrýjaði ríkið og loks vannst fullnaðarsigur með dómi Hæstaréttar. Öryrkjabandalagið tók þetta mál upp á arma sína, því ekki hafði viðkomandi ráð á að standa straum af þeim kostnaði sem af því hlaust. Þar er forvitnilegt að bera saman stöðu borgaranna gagnvart hinu opinbera, annars vegar þegar borgarinn er að krefjast réttinda sinna, og hins vegar þegar ríkið sakar borgarann um glæp. Í síðarnefnda tilvikinu liggja fyrir ákveðnar grundvallar reglur. Sá sem sakaður er um glæp, á rétt á að fá lögmann til að gæta réttinda sinna, sér að kostnaðarlausu. Hann á rétt á að sá lögmaður sé viðstaddur þegar mál hans er tekið fyrir, hvort heldur hjá lögreglu, eða dómstólum. Síðast en ekki síst, það hefur í lýðræðisríkjum verið talinn hornsteinn réttarríkisins að sá sem sakaður er um glæp, skuli njóta alls þess vafa sem ríkir um sekt hans. Það þýðir að takist ákæruvaldinu ekki að færa sönnur fyrir dómi á sekt viðkomandi, er hann sýknaður. Í siðuðum þjóðfélögum veljum við nefnilega frekar að sekur gangi laus á kostnað þess að sá saklausi verði fangelsaður. Þessi grundvallar sjónarmið eru hins vegar eitthvað bjöguð þegar kemur að velferðarkerfinu okkar. Þau virðast af hálfu löggjafans verða smíðuð með það í huga að allir ætli sér að svindla á þeim. Svindla á ríkinu. Lifa á sossanum, eins og var sagt um þá sem fluttu til Danmerkur fyrr á árum, sökum þess að þar töldu einhverjir sig eiga meiri rétt, en heima á Íslandi. Ef borgarinn ætlar sér að sækja rétt sinn gagnvart réttinda kerfunum okkar, höfum við sem samfélag ákveðið að hann skuli vera í stöðu Davíðs, gegn ríkinu, Golíat, og Davíð fær enga hjálp. Við stöndum bara álengdar og fylgjumst með, ef við þá gerum það, því það er óþægilegt fyrir mörg okkar að verða vitni að því að til sé fólk í samfélagi okkar sem hefur það reglulega skítt. Lifir í fátækt, sökum þess að fatlað fólk á jú að vera fátækt. Því það lifir á okkur hinum, og er örugglega að svindla á kerfinu. Lifa gósenlífi á sossanum. Við hrökkvum svo aðeins við þegar dómur sem þessi fellur, en flest okkar ypptum öxlum, og athygli okkar snýst að næsta skandal. Næsta áhrifavaldi. Eða bara kvöldmatnum. Á meðan bíða fjölmargir í þessu landi, þessu einu ríkasta landi Evrópu, eftir réttlæti. Eftir að eiga nógu margar krónur til að geta keypt næringarríka máltíð. Að geta leyft sér munað eins og að njóta menningar, kvikmyndahús, hvað þá leikhús! Kannski hefði verið betra fyrir það fólk sem um ræðir að íslenska ríkið hefði farið að fordæmi Norðmanna, sem höfðuðu sakamál og fangelsuðu fólk sem hafði leyft sér að búa hluta ævi sinnar erlendis. Það fengi allavega frítt húsnæði, og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af næstu máltíð. Í sex ár þráaðist ríkið við að viðurkenna að því bæri skylda til að tryggja borgurunum þessa lágmarks framfærslu, sem Alþingi hafði þó sjálft ákveðið að væri lágmark. Sem betur fer hafði, öryrkinn betur að lokum. Það leiðir hugann að stöðu þeirra sem reiða sig á það öryggisnet sem velferðarkerfinu er ætlað að vera. Þau fá ekki að njóta neins vafa. Þau mæta allt of mörg því viðmóti að þau séu að svindla sér inn í kerfið. Ég ætla ekki að vera svo bláeyg að halda því fram að það geri enginn. En þeir eru mjög fáir. Enda er það er erfitt. Mjög erfitt. Niðurstaðan af þessum létta samanburði er því að um götur samfélags okkar ganga einstaklingar sem voru sakaðir um glæp, en fengu að njóta þess vafa að ekki tókst að sanna sekt þeirra. Um þessar sömu götur ganga, og jafnvel gista, líka einstaklingar sem ekki tókst að sanna rétt sinn til aðstoðar, fyrir ríkinu. Þessi afstaða er ekkert annað en okkur öllum til smánar. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Saga öryrkja í réttindabaráttu. Miðvikudaginn 6. apríl felldi Hæstiréttur Íslands dóm í máli einstaklings gegn Tryggingastofnun sem hefur verið í réttarkerfinu í um níu ár. Þar dæmdi rétturinn að íslenska ríkið hefði í fjölda ára, ranglega skert greiðslur til fátæks fólks. Hinar ólöglegu skerðingar beindust að fólki sem hefur tekjur undir lágmarks-framfærsluviðmiðum þeim sem ríkið hefur sjálft ákvarðað að enginn eigi að þurfa að lifa undir. Af því að þetta fólk hefur einhvern hluta ævi sinnar búið erlendis. Í níu ár barðist þessi einstaklingur fyrir því að fá rétt sinn viðurkenndan fyrst með kæru til úrskurðarnefndar almannatrygginga árið 2013 , og í kjölfarið með höfðun dómsmáls. Dómsmálið vannst á öllum á þremum dómstigunum. Stefnan fyrir Héraðsdómi var lögð fram árið 2016 og féll dómur í júní 2020. Ríkið áfrýjaði til Landsréttar og var dæmt í málinu árið 2021. Aftur áfrýjaði ríkið og loks vannst fullnaðarsigur með dómi Hæstaréttar. Öryrkjabandalagið tók þetta mál upp á arma sína, því ekki hafði viðkomandi ráð á að standa straum af þeim kostnaði sem af því hlaust. Þar er forvitnilegt að bera saman stöðu borgaranna gagnvart hinu opinbera, annars vegar þegar borgarinn er að krefjast réttinda sinna, og hins vegar þegar ríkið sakar borgarann um glæp. Í síðarnefnda tilvikinu liggja fyrir ákveðnar grundvallar reglur. Sá sem sakaður er um glæp, á rétt á að fá lögmann til að gæta réttinda sinna, sér að kostnaðarlausu. Hann á rétt á að sá lögmaður sé viðstaddur þegar mál hans er tekið fyrir, hvort heldur hjá lögreglu, eða dómstólum. Síðast en ekki síst, það hefur í lýðræðisríkjum verið talinn hornsteinn réttarríkisins að sá sem sakaður er um glæp, skuli njóta alls þess vafa sem ríkir um sekt hans. Það þýðir að takist ákæruvaldinu ekki að færa sönnur fyrir dómi á sekt viðkomandi, er hann sýknaður. Í siðuðum þjóðfélögum veljum við nefnilega frekar að sekur gangi laus á kostnað þess að sá saklausi verði fangelsaður. Þessi grundvallar sjónarmið eru hins vegar eitthvað bjöguð þegar kemur að velferðarkerfinu okkar. Þau virðast af hálfu löggjafans verða smíðuð með það í huga að allir ætli sér að svindla á þeim. Svindla á ríkinu. Lifa á sossanum, eins og var sagt um þá sem fluttu til Danmerkur fyrr á árum, sökum þess að þar töldu einhverjir sig eiga meiri rétt, en heima á Íslandi. Ef borgarinn ætlar sér að sækja rétt sinn gagnvart réttinda kerfunum okkar, höfum við sem samfélag ákveðið að hann skuli vera í stöðu Davíðs, gegn ríkinu, Golíat, og Davíð fær enga hjálp. Við stöndum bara álengdar og fylgjumst með, ef við þá gerum það, því það er óþægilegt fyrir mörg okkar að verða vitni að því að til sé fólk í samfélagi okkar sem hefur það reglulega skítt. Lifir í fátækt, sökum þess að fatlað fólk á jú að vera fátækt. Því það lifir á okkur hinum, og er örugglega að svindla á kerfinu. Lifa gósenlífi á sossanum. Við hrökkvum svo aðeins við þegar dómur sem þessi fellur, en flest okkar ypptum öxlum, og athygli okkar snýst að næsta skandal. Næsta áhrifavaldi. Eða bara kvöldmatnum. Á meðan bíða fjölmargir í þessu landi, þessu einu ríkasta landi Evrópu, eftir réttlæti. Eftir að eiga nógu margar krónur til að geta keypt næringarríka máltíð. Að geta leyft sér munað eins og að njóta menningar, kvikmyndahús, hvað þá leikhús! Kannski hefði verið betra fyrir það fólk sem um ræðir að íslenska ríkið hefði farið að fordæmi Norðmanna, sem höfðuðu sakamál og fangelsuðu fólk sem hafði leyft sér að búa hluta ævi sinnar erlendis. Það fengi allavega frítt húsnæði, og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af næstu máltíð. Í sex ár þráaðist ríkið við að viðurkenna að því bæri skylda til að tryggja borgurunum þessa lágmarks framfærslu, sem Alþingi hafði þó sjálft ákveðið að væri lágmark. Sem betur fer hafði, öryrkinn betur að lokum. Það leiðir hugann að stöðu þeirra sem reiða sig á það öryggisnet sem velferðarkerfinu er ætlað að vera. Þau fá ekki að njóta neins vafa. Þau mæta allt of mörg því viðmóti að þau séu að svindla sér inn í kerfið. Ég ætla ekki að vera svo bláeyg að halda því fram að það geri enginn. En þeir eru mjög fáir. Enda er það er erfitt. Mjög erfitt. Niðurstaðan af þessum létta samanburði er því að um götur samfélags okkar ganga einstaklingar sem voru sakaðir um glæp, en fengu að njóta þess vafa að ekki tókst að sanna sekt þeirra. Um þessar sömu götur ganga, og jafnvel gista, líka einstaklingar sem ekki tókst að sanna rétt sinn til aðstoðar, fyrir ríkinu. Þessi afstaða er ekkert annað en okkur öllum til smánar. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun