Fagnaðarerindið forvarnir Gunnlaugur Már Briem skrifar 11. apríl 2022 17:00 Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun