Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver ummælin voru Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 11. apríl 2022 19:07 Björn Leví á sæti í forsætisnefnd. Fyrir aftan hann sést glitta í Birgi Ármannsson, forseta Alþingis og forseta forsætisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós. Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“ Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“
Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira