Baldur Þór: Stál í stál í seinni hálfleik Ísak Óli Traustason skrifar 11. apríl 2022 21:28 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega kátur eftir sigur kvöldsins. vísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með sigur sinna manna gegn Keflvíkinum í í kvöld. Stólarnir eru nú með 2-1 forystu í einvíginu og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. „Þetta var svakalegur leikur, framlenging og allur pakinn, eins og úrslitakeppnin á að vera og ér bara ánægður að þetta lenti okkar megin,“ sagði Baldur. Zoran Vrkic, leikmaður Tindastóls, skoraði körfuna sem tryggði sigurinn í leiknum þegar 1 sekúnda var eftir. „Þetta var það sem við teiknuðum upp, við ætluðum að láta Zoran eða JB (Javon Bess) fá boltann þarna og sækja á Milka og það gekk í þetta skiptið,“ sagði Baldur. „Ég er mjög ánægður að vinna, það er fullt af hlutum sem við getum gert betur og við þurfum að vera betri en þetta,“ sagði Baldur. Tindastóll getur tryggt sér sigur í seríunni með því að vinna næsta leik í Keflavík. Aðspurður út í það hvað Tindastóll þarf að gera betur til að sigra næsta leik svaraði Baldur að „Darius er með 30 stig sem dæmi og það er allt of mikið.“ „Við erum með vilja og það er ákefð í þessu, menn eru að henda sér á lausa bolta og oft er það sem skiptir miklu máli í þessu, að menn séu með það til staðar,“ sagði Baldur. „Það er ekki hægt að segja að neinn maður sé ekki fókuseraður að ná árangri í þessu liði eins og staðan er í dag,“ sagði Baldur. „Við hefðum geta verið búnir að búa til meira forskot þegar við vorum að leiða leikinn og síðan var þetta stál í stál í seinni hálfleik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 95-94 | Dramatískur sigur í framlengdum leik Tindastóll vann dramatískan eins stigs sigur gegn Keflvaík í framlengdum þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 95-94, en Stólarnir skoruðu sigurkörfuna þegar rétt rúm sekúnda var til leiksloka. 11. apríl 2022 20:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
„Þetta var svakalegur leikur, framlenging og allur pakinn, eins og úrslitakeppnin á að vera og ér bara ánægður að þetta lenti okkar megin,“ sagði Baldur. Zoran Vrkic, leikmaður Tindastóls, skoraði körfuna sem tryggði sigurinn í leiknum þegar 1 sekúnda var eftir. „Þetta var það sem við teiknuðum upp, við ætluðum að láta Zoran eða JB (Javon Bess) fá boltann þarna og sækja á Milka og það gekk í þetta skiptið,“ sagði Baldur. „Ég er mjög ánægður að vinna, það er fullt af hlutum sem við getum gert betur og við þurfum að vera betri en þetta,“ sagði Baldur. Tindastóll getur tryggt sér sigur í seríunni með því að vinna næsta leik í Keflavík. Aðspurður út í það hvað Tindastóll þarf að gera betur til að sigra næsta leik svaraði Baldur að „Darius er með 30 stig sem dæmi og það er allt of mikið.“ „Við erum með vilja og það er ákefð í þessu, menn eru að henda sér á lausa bolta og oft er það sem skiptir miklu máli í þessu, að menn séu með það til staðar,“ sagði Baldur. „Það er ekki hægt að segja að neinn maður sé ekki fókuseraður að ná árangri í þessu liði eins og staðan er í dag,“ sagði Baldur. „Við hefðum geta verið búnir að búa til meira forskot þegar við vorum að leiða leikinn og síðan var þetta stál í stál í seinni hálfleik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 95-94 | Dramatískur sigur í framlengdum leik Tindastóll vann dramatískan eins stigs sigur gegn Keflvaík í framlengdum þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 95-94, en Stólarnir skoruðu sigurkörfuna þegar rétt rúm sekúnda var til leiksloka. 11. apríl 2022 20:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 95-94 | Dramatískur sigur í framlengdum leik Tindastóll vann dramatískan eins stigs sigur gegn Keflvaík í framlengdum þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 95-94, en Stólarnir skoruðu sigurkörfuna þegar rétt rúm sekúnda var til leiksloka. 11. apríl 2022 20:15