Til hvers eru lög og regla? Birgir Fannar Birgisson skrifar 12. apríl 2022 08:31 Flest þekkjum við eða höfum einhvern tíma heyrt dæmi um mjög undarleg lög eða reglu. Eitthvað sem er svo einkennilegt að við fyrstu sýn getur það varla verið raunverulegt. Eins og til dæmis rússnesku lögin frá árinu 2006 sem segja að ökumenn sem aka óhreinum bílum eigi að sekta fyrir athæfið. Við nánari skoðun kemur svo í ljós að lagagreinin snýst einfaldlega um að skrásetningarnúmer bíla þurfa alltaf að vera læsileg, hversu óhreinir sem vegirnir verða. Þannig geta lagagreinar sem slitnar eru úr samhengi virst sérkennilegar, en þegar þörfin og samhengið eru rökstudd og útskýrð verður auðveldara að sjá hvað vakti fyrir þeim sem settu lögin. Svipuðu máli gegnir um lagagrein sem nýlega bættist við íslensk umferðarlög og tók gildi 1. Janúar 2020. Þessi ákveðna lagagrein, 4. málsgrein 23. greinar umferðarlaga nr 77, segir að þegar ökumaður ekur vélknúnu ökutæki framhjá hjólreiðamanni skuli vera að lágmarki 1,5 metra bil milli hjóls og bíls. Sams konar greinar eru í umferðarlögum margra annarra landa og hafa aukið öryggi hjólreiðafólks til muna. Lögregla í þeim löndum gerir ýmislegt til að framfylgja slíkum lagagreinum og til eru dæmi um að ökumenn á Englandi hafi misst ökuréttindi í allt að hálft ár fyrir að brjóta regluna vísvitandi og þannig stofnað lífi hjólreiðafólks í hættu. Fyrir marga íslenska ökumenn er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg lagagrein. Frá sjónarhorni flestra ökumanna eru 1,5 metrar miklu meira en nægilegt millibil við framúrakstur. Þar að auki verður óþarflega erfitt að taka fram úr reiðhjóli ef það er bara hægt með því að sveigja yfir miðlínu vegar, þegar enginn umferð nálgast úr gagnstæðri átt. Það væri auðvitað miklu þægilegra fyrir alla ökumenn ef hjólandi fólk héldi sig bara alveg við vegarbrún og þá væri hægt að bruna framúr innan sömu akreinar. En þar liggur einmitt vandamálið. Eftir því sem hjólandi fólk færir sig nær vegarbrún aukast líkurnar á því að reiðhjólið lendi á einhvers konar ójöfnu eða fyrirstöðu sem liggur í vegkantinum. Í raun er það rannsóknarefni út af fyrir sig hversu mikið af hinum og þessum vara- og aukahlutum úr bílum landsmanna er að finna við vegbrúnir hér og þar um landið. En við þessar aðstæður eykst sem sagt verulega hættan á því að hjólreiðamaðurinn lendi í vandræðum með að stýra reiðhjólinu á öruggan hátt. Og þá getur óhappið gerst. Það þarf ekki mikla spádómshæfileika til að segja fyrir um hvað gerist ef reiðhjól lendir á óvæntri fyrirstöðu, sérstaklega ef hraðinn er mikill eða færðin slæm. Og þegar hjólreiðamaður er svo óheppinn að detta um koll er ekkert öruggt að viðkomandi sé svo tillitssamur að falla beint fram fyrir sig, lóðbeint á nefið. Í raun er miklu líklegra að fallið verði til hliðar og þar liggur einmitt skýringin á þessari umræddu lagagrein. Ef hjólreiðamaður fellur á hliðina er nauðsynlegt að tryggja að viðkomandi lendi ekki með hönd, fót eða höfuð undir næsta bíl. Hjólreiðahjálmar eru auðvitað ágætir til síns brúks en mega sín þó lítils gegn margra tonna þungum ökutækjum sem flest aka hraðar en lög leyfa. Annað sem er umhugsunar vert við þessa lagagrein eru vangavelturnar um hvað gerist þegar bílstjóri brýtur þessi lög. Ef einhver ekur framúr reiðhjóli með hættulega lítið millibil getur hjólreiðamaðurinn valið að kæra atvikið til lögreglu. Ef hægt er að sanna sök ökumannsins má sekta viðkomandi fyrir að stofna lífi og heilsu þess hjólandi í hættu. En þetta “Ef” er eiginlega stærra en öll önnur. Það er nefnilega ekki heiglum hent að kæra slík atvik eða fylgja slíkum málum eftir í gegnum íslenskt réttarkerfi. Þrátt fyrir að fjöldamörg slík atvik hafi verið kærð á þeim fáu árum sem lagagreinin hefur verið í gildi, hefur það aldrei gerst að ökumaður hafi verið áminntur, ávítaður eða sektaður fyrir að brjóta þessa lagagrein. Enda er bæði ómögulegt að framfylgja lagagreininni sjálfri, hvað þá að sanna að slíkt atvik hafi nokkurn tíma gerst. Eins og í svo mörgum öðrum málum er nánast öruggt að kæran strandar á því að orð ökumanns stendur gegn orði hjólreiðamannsins og þar með verður aldrei hægt að sanna eitt eða neitt. Það er í raun ótrúlegt að einhver lögfróður aðili hafi skrifað þessa lagagrein og fundist hún góð hugmynd. Er í alvöru hægt að ímynda sér einhverjar aðstæður þar sem þessi grein kemur að einhverju gagni fyrir einhvern? Eðli málsins samkvæmt eru hjólreiðamenn og -konur yfirleitt ein á ferð á sínum reiðhjólium og jafnvel þó sumt fólk festi myndavélar á stýrin á hjólunum sínum og nái þannig upptökum af hættulegum framúrakstri, dugir það heldur ekki til. Það gerist nefnilega ítrekað að lögregla hafnar því að taka við slíkum upptökum sem annars gætu fylgt kærunni og í það minnsta sannað að atvikið hafi í raun átt sér stað. Ástæðan fyrir þessum trega lögreglunnar er líkast til sú að ef til dómsmáls kemur þarf kærandi að sanna að ekki hafi verið átt við upptökuna, myndavélina eða annað sem máli skiptir. Byggt á reynslunni af hraðamælingum lögreglu er mjög líklegt að nákvæmni myndavélarinnar verði dregin í efa í hugsanlegu dómsmáli. Þar með er sönnunarbyrði kærandans orðin svo þung að henni verður í raun aldrei lyft. Sem leiðir okkur loks að meginspurningunni. Til hvers er þessi 23. grein umferðarlaga? „Með lögum skal land byggja” er kjörorð íslensku lögreglunnar og meira að segja greypt í innsta kjarna lögreglumerkisins, gulu stjörnuna sem flest okkar þekkja svo vel. Það sem færri þekkja er niðurlag orðatiltækisins: “Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða.” Lög sem veita enga vernd eru ólög. Lög sem er hægt að þverbrjóta aftur og aftur án nokkurra afleiðinga eru ólög. Lög sem enginn reynir að framfylgja eru ólög og leiða eingöngu til þess að virðing fólks fyrir lögunum dvínar. Og þá er hægt að spyrja: Til hvers eru lög og regla? Höfundur er formaður Reiðhjólabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Flest þekkjum við eða höfum einhvern tíma heyrt dæmi um mjög undarleg lög eða reglu. Eitthvað sem er svo einkennilegt að við fyrstu sýn getur það varla verið raunverulegt. Eins og til dæmis rússnesku lögin frá árinu 2006 sem segja að ökumenn sem aka óhreinum bílum eigi að sekta fyrir athæfið. Við nánari skoðun kemur svo í ljós að lagagreinin snýst einfaldlega um að skrásetningarnúmer bíla þurfa alltaf að vera læsileg, hversu óhreinir sem vegirnir verða. Þannig geta lagagreinar sem slitnar eru úr samhengi virst sérkennilegar, en þegar þörfin og samhengið eru rökstudd og útskýrð verður auðveldara að sjá hvað vakti fyrir þeim sem settu lögin. Svipuðu máli gegnir um lagagrein sem nýlega bættist við íslensk umferðarlög og tók gildi 1. Janúar 2020. Þessi ákveðna lagagrein, 4. málsgrein 23. greinar umferðarlaga nr 77, segir að þegar ökumaður ekur vélknúnu ökutæki framhjá hjólreiðamanni skuli vera að lágmarki 1,5 metra bil milli hjóls og bíls. Sams konar greinar eru í umferðarlögum margra annarra landa og hafa aukið öryggi hjólreiðafólks til muna. Lögregla í þeim löndum gerir ýmislegt til að framfylgja slíkum lagagreinum og til eru dæmi um að ökumenn á Englandi hafi misst ökuréttindi í allt að hálft ár fyrir að brjóta regluna vísvitandi og þannig stofnað lífi hjólreiðafólks í hættu. Fyrir marga íslenska ökumenn er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg lagagrein. Frá sjónarhorni flestra ökumanna eru 1,5 metrar miklu meira en nægilegt millibil við framúrakstur. Þar að auki verður óþarflega erfitt að taka fram úr reiðhjóli ef það er bara hægt með því að sveigja yfir miðlínu vegar, þegar enginn umferð nálgast úr gagnstæðri átt. Það væri auðvitað miklu þægilegra fyrir alla ökumenn ef hjólandi fólk héldi sig bara alveg við vegarbrún og þá væri hægt að bruna framúr innan sömu akreinar. En þar liggur einmitt vandamálið. Eftir því sem hjólandi fólk færir sig nær vegarbrún aukast líkurnar á því að reiðhjólið lendi á einhvers konar ójöfnu eða fyrirstöðu sem liggur í vegkantinum. Í raun er það rannsóknarefni út af fyrir sig hversu mikið af hinum og þessum vara- og aukahlutum úr bílum landsmanna er að finna við vegbrúnir hér og þar um landið. En við þessar aðstæður eykst sem sagt verulega hættan á því að hjólreiðamaðurinn lendi í vandræðum með að stýra reiðhjólinu á öruggan hátt. Og þá getur óhappið gerst. Það þarf ekki mikla spádómshæfileika til að segja fyrir um hvað gerist ef reiðhjól lendir á óvæntri fyrirstöðu, sérstaklega ef hraðinn er mikill eða færðin slæm. Og þegar hjólreiðamaður er svo óheppinn að detta um koll er ekkert öruggt að viðkomandi sé svo tillitssamur að falla beint fram fyrir sig, lóðbeint á nefið. Í raun er miklu líklegra að fallið verði til hliðar og þar liggur einmitt skýringin á þessari umræddu lagagrein. Ef hjólreiðamaður fellur á hliðina er nauðsynlegt að tryggja að viðkomandi lendi ekki með hönd, fót eða höfuð undir næsta bíl. Hjólreiðahjálmar eru auðvitað ágætir til síns brúks en mega sín þó lítils gegn margra tonna þungum ökutækjum sem flest aka hraðar en lög leyfa. Annað sem er umhugsunar vert við þessa lagagrein eru vangavelturnar um hvað gerist þegar bílstjóri brýtur þessi lög. Ef einhver ekur framúr reiðhjóli með hættulega lítið millibil getur hjólreiðamaðurinn valið að kæra atvikið til lögreglu. Ef hægt er að sanna sök ökumannsins má sekta viðkomandi fyrir að stofna lífi og heilsu þess hjólandi í hættu. En þetta “Ef” er eiginlega stærra en öll önnur. Það er nefnilega ekki heiglum hent að kæra slík atvik eða fylgja slíkum málum eftir í gegnum íslenskt réttarkerfi. Þrátt fyrir að fjöldamörg slík atvik hafi verið kærð á þeim fáu árum sem lagagreinin hefur verið í gildi, hefur það aldrei gerst að ökumaður hafi verið áminntur, ávítaður eða sektaður fyrir að brjóta þessa lagagrein. Enda er bæði ómögulegt að framfylgja lagagreininni sjálfri, hvað þá að sanna að slíkt atvik hafi nokkurn tíma gerst. Eins og í svo mörgum öðrum málum er nánast öruggt að kæran strandar á því að orð ökumanns stendur gegn orði hjólreiðamannsins og þar með verður aldrei hægt að sanna eitt eða neitt. Það er í raun ótrúlegt að einhver lögfróður aðili hafi skrifað þessa lagagrein og fundist hún góð hugmynd. Er í alvöru hægt að ímynda sér einhverjar aðstæður þar sem þessi grein kemur að einhverju gagni fyrir einhvern? Eðli málsins samkvæmt eru hjólreiðamenn og -konur yfirleitt ein á ferð á sínum reiðhjólium og jafnvel þó sumt fólk festi myndavélar á stýrin á hjólunum sínum og nái þannig upptökum af hættulegum framúrakstri, dugir það heldur ekki til. Það gerist nefnilega ítrekað að lögregla hafnar því að taka við slíkum upptökum sem annars gætu fylgt kærunni og í það minnsta sannað að atvikið hafi í raun átt sér stað. Ástæðan fyrir þessum trega lögreglunnar er líkast til sú að ef til dómsmáls kemur þarf kærandi að sanna að ekki hafi verið átt við upptökuna, myndavélina eða annað sem máli skiptir. Byggt á reynslunni af hraðamælingum lögreglu er mjög líklegt að nákvæmni myndavélarinnar verði dregin í efa í hugsanlegu dómsmáli. Þar með er sönnunarbyrði kærandans orðin svo þung að henni verður í raun aldrei lyft. Sem leiðir okkur loks að meginspurningunni. Til hvers er þessi 23. grein umferðarlaga? „Með lögum skal land byggja” er kjörorð íslensku lögreglunnar og meira að segja greypt í innsta kjarna lögreglumerkisins, gulu stjörnuna sem flest okkar þekkja svo vel. Það sem færri þekkja er niðurlag orðatiltækisins: “Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða.” Lög sem veita enga vernd eru ólög. Lög sem er hægt að þverbrjóta aftur og aftur án nokkurra afleiðinga eru ólög. Lög sem enginn reynir að framfylgja eru ólög og leiða eingöngu til þess að virðing fólks fyrir lögunum dvínar. Og þá er hægt að spyrja: Til hvers eru lög og regla? Höfundur er formaður Reiðhjólabænda.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun