Framtíðin er núna Hörður Arnarson skrifar 13. apríl 2022 10:00 Orkugeirinn stendur á áhugaverðum tímamótum, nú þegar loftslagsmálin hafa loksins fengið stóraukið vægi. Umbreyting á orkukerfum heimsins er stærsta verkefnið sem við blasir. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og í stað þess rafvæða orkukerfi heimsins með vistvænum orkugjöfum. Loftslagsmálin ein og sér eru nægt tilefni til að grípa tafarlaust til aðgerða. En sífellt fleiri gera sér líka grein fyrir að orkuöryggi þjóða skiptir miklu. Eftir innrás Rússa í Úkraínu standa margar þjóðir á meginlandi Evrópu frammi fyrir þeim vanda að geta ekki lengur treyst á gasið frá Rússum og eru sannarlega ekki í stakk búnar til að leysa það af hólmi með eigin orkugjöfum. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Framtíðarsýn Landsvirkjunar er skýr. Við sjáum fyrir okkur sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Þessi sýn fellur einkar vel að þeirri vegferð sem alþjóðasamfélagið er í. Hlutverk Landsvirkjunar er ekki síður skýrt, að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við vitum að við þurfum meiri græna orku. En við gerum okkur líka grein fyrir því að beislun endurnýjanlegra auðlinda kallar á inngrip í náttúruna og við ætlum að vanda okkur. Við viljum starfa í víðtækri sátt við bæði náttúru og menn. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir ábyrgð okkar að nýta stóran hluta orkuauðlinda þjóðarinnar og semja um sölu á raforku til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Við tökum þá ábyrgð alvarlega og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð. Það er von okkar hjá Landsvirkjun að endurskoðuð löggjöf um rammaáætlun og í framhaldinu vönduð framkvæmd þeirra laga hjálpi okkur að ná sem víðtækastri sátt og varði veg loftslagsaðgerða, náttúruverndar, efnahags og lífskjara. Græn framtíð En hvernig vinnum við að því að tryggja þessa grænu framtíð? Við leggjum sérstaka áherslu á fimm atriði: Við höfum forystu í sjálfbærri þróun, leikum lykilhlutverk í orkuskiptum og sýnum fordæmi með því að verða sjálf kolefnishlutlaus. Við tryggjum skilvirka orkuvinnslu og framþróun, rekum orkuvinnslu okkar á ábyrgan og öruggan hátt og þróum nýja græna orkukosti. Við veitum framúrskarandi þjónustu samhliða því að leita tækifæra til að auka fjölbreytni í viðskiptum. Við rekum framsækinn og eftirsóttan vinnustað sem hæfileikaríkasta fólkið kýs. Við byggjum undir traust og stuðning með opnum samskiptum og samstarfi. Við búum að góðum greiningum á orkuþörf framtíðar, en þær eru ekki endanleg sannindi. Framtíðarorkuþörf þarf stöðugt að endurmeta út frá nýjum upplýsingum, tækniþróun og fleiri atriðum. Þar skiptir til dæmis miklu hvort allir núverandi kaupendur raforku ákveði að starfa hér áfram. Áherslur næstu 4-6 ára Fleiri vilja endurnýjanlegu orkuna okkar en við getum sinnt. Þessari eftirspurn er hægt að skipta í fimm megin flokka og núna leggjum við mesta áherslu á þrjá þeirra. Við ætlum í fyrsta lagi að styðja við almennan hagvöxt og innlend orkuskipti í samræmi við stefnu stjórnvalda, það verður alltaf forgangsatriði. Í öðru lagi sjáum við nýjar iðngreinar í stafrænni vegferð og fjölnýtingu. Dæmi um fyrirtæki á þessu sviði eru gagnaver og matvælaframleiðsla. Þriðji flokkurinn er áframhaldandi stuðningur við núverandi viðskiptavini til að tryggja samkeppnishæfni og framleiðslu virðisaukandi afurða. Þessu til viðbótar eru síðan tveir áhugaverðir flokkar. Annars vegar eru það nýir stórnotendur. Við höfðum góða reynslu af núverandi stórnotendum, en ekki verður séð hvernig hægt er að tryggja framboð fyrir ný fyrirtæki inn á þann markað. Hins vegar er það útflutningur orku um sæstreng eða með rafeldsneyti. Báðir kostir eru áhugaverðir, en verkefni af þessum toga þurfa frekari umræðu og stefnumörkun. Ef ráðast ætti í þau þyrfti enn meiri raforku en nýjustu spár gera ráð fyrir. Að okkar mati eru hvorki tæknilegar né markaðslegar forsendur fyrir útflutningi á rafeldsneyti núna en það verður þó örugglega í framtíðinni. Enn er margt á huldu um þróun orku- og loftslagsmála. Landsvirkjun er hins vegar tilbúin að takast á við hvert það verkefni sem að höndum ber. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Orkugeirinn stendur á áhugaverðum tímamótum, nú þegar loftslagsmálin hafa loksins fengið stóraukið vægi. Umbreyting á orkukerfum heimsins er stærsta verkefnið sem við blasir. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og í stað þess rafvæða orkukerfi heimsins með vistvænum orkugjöfum. Loftslagsmálin ein og sér eru nægt tilefni til að grípa tafarlaust til aðgerða. En sífellt fleiri gera sér líka grein fyrir að orkuöryggi þjóða skiptir miklu. Eftir innrás Rússa í Úkraínu standa margar þjóðir á meginlandi Evrópu frammi fyrir þeim vanda að geta ekki lengur treyst á gasið frá Rússum og eru sannarlega ekki í stakk búnar til að leysa það af hólmi með eigin orkugjöfum. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Framtíðarsýn Landsvirkjunar er skýr. Við sjáum fyrir okkur sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Þessi sýn fellur einkar vel að þeirri vegferð sem alþjóðasamfélagið er í. Hlutverk Landsvirkjunar er ekki síður skýrt, að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við vitum að við þurfum meiri græna orku. En við gerum okkur líka grein fyrir því að beislun endurnýjanlegra auðlinda kallar á inngrip í náttúruna og við ætlum að vanda okkur. Við viljum starfa í víðtækri sátt við bæði náttúru og menn. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir ábyrgð okkar að nýta stóran hluta orkuauðlinda þjóðarinnar og semja um sölu á raforku til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Við tökum þá ábyrgð alvarlega og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð. Það er von okkar hjá Landsvirkjun að endurskoðuð löggjöf um rammaáætlun og í framhaldinu vönduð framkvæmd þeirra laga hjálpi okkur að ná sem víðtækastri sátt og varði veg loftslagsaðgerða, náttúruverndar, efnahags og lífskjara. Græn framtíð En hvernig vinnum við að því að tryggja þessa grænu framtíð? Við leggjum sérstaka áherslu á fimm atriði: Við höfum forystu í sjálfbærri þróun, leikum lykilhlutverk í orkuskiptum og sýnum fordæmi með því að verða sjálf kolefnishlutlaus. Við tryggjum skilvirka orkuvinnslu og framþróun, rekum orkuvinnslu okkar á ábyrgan og öruggan hátt og þróum nýja græna orkukosti. Við veitum framúrskarandi þjónustu samhliða því að leita tækifæra til að auka fjölbreytni í viðskiptum. Við rekum framsækinn og eftirsóttan vinnustað sem hæfileikaríkasta fólkið kýs. Við byggjum undir traust og stuðning með opnum samskiptum og samstarfi. Við búum að góðum greiningum á orkuþörf framtíðar, en þær eru ekki endanleg sannindi. Framtíðarorkuþörf þarf stöðugt að endurmeta út frá nýjum upplýsingum, tækniþróun og fleiri atriðum. Þar skiptir til dæmis miklu hvort allir núverandi kaupendur raforku ákveði að starfa hér áfram. Áherslur næstu 4-6 ára Fleiri vilja endurnýjanlegu orkuna okkar en við getum sinnt. Þessari eftirspurn er hægt að skipta í fimm megin flokka og núna leggjum við mesta áherslu á þrjá þeirra. Við ætlum í fyrsta lagi að styðja við almennan hagvöxt og innlend orkuskipti í samræmi við stefnu stjórnvalda, það verður alltaf forgangsatriði. Í öðru lagi sjáum við nýjar iðngreinar í stafrænni vegferð og fjölnýtingu. Dæmi um fyrirtæki á þessu sviði eru gagnaver og matvælaframleiðsla. Þriðji flokkurinn er áframhaldandi stuðningur við núverandi viðskiptavini til að tryggja samkeppnishæfni og framleiðslu virðisaukandi afurða. Þessu til viðbótar eru síðan tveir áhugaverðir flokkar. Annars vegar eru það nýir stórnotendur. Við höfðum góða reynslu af núverandi stórnotendum, en ekki verður séð hvernig hægt er að tryggja framboð fyrir ný fyrirtæki inn á þann markað. Hins vegar er það útflutningur orku um sæstreng eða með rafeldsneyti. Báðir kostir eru áhugaverðir, en verkefni af þessum toga þurfa frekari umræðu og stefnumörkun. Ef ráðast ætti í þau þyrfti enn meiri raforku en nýjustu spár gera ráð fyrir. Að okkar mati eru hvorki tæknilegar né markaðslegar forsendur fyrir útflutningi á rafeldsneyti núna en það verður þó örugglega í framtíðinni. Enn er margt á huldu um þróun orku- og loftslagsmála. Landsvirkjun er hins vegar tilbúin að takast á við hvert það verkefni sem að höndum ber. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar