Telja að bensínsprengja hafi verið notuð til að kveikja í húsnæði velferðarsviðs Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2022 18:02 Starfsmenn velferðarsviðs þurfa aftur að venjast heimavinnu eftir endalok samkomubanns. Vísir/Vilhelm Eldur kviknaði í húsakynnum velferðarsviðs Kópavogsbæjar í nótt og er sterkur grunur um íkveikju. Skrifstofa sviðsins var lokuð í dag vegna þessa og telur lögregla að bensínsprengja, eða svokallaður molotov-kokteill, hafi verið notaður til að kveikja eldinn. RÚV greindi fyrst frá málinu en slökkviliði barst tilkynning um eldsvoðann fljótlega eftir miðnætti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikil vinna fór í að reykræsta skrifstofurnar, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þónokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu og má búast við því að rúmlega fimmtíu starfsmenn sviðsins geti ekki snúið aftur þangað til starfa fyrr en í lok þessa mánaðar eða byrjun maí. Mun starfsfólkið því stunda fjarvinnu á næstunni en viðgerðir eru þegar hafnar, að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar. Koðnað fljótt niður Ekki náðist í fulltrúa lögreglunnar í Kópavogi við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt nýjustu upplýsingum Sigríðar hefur lögregla ekki enn haft hendur í hári gerandans. Hún staðfestir jafnframt að lögregla gruni að sá hafi notað svokallaðan molotov-kokteil. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á staðinn þegar tilkynning barst um eldsvoðann í nótt. Þar hafi verið mikill eldur í upphafi en hann fljótlega koðnað niður. Nokkuð hafi verið um reyk- og brunaskemmdir og mest vinna farið í að slökkva glæður og reykræsta. Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá málinu en slökkviliði barst tilkynning um eldsvoðann fljótlega eftir miðnætti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikil vinna fór í að reykræsta skrifstofurnar, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þónokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu og má búast við því að rúmlega fimmtíu starfsmenn sviðsins geti ekki snúið aftur þangað til starfa fyrr en í lok þessa mánaðar eða byrjun maí. Mun starfsfólkið því stunda fjarvinnu á næstunni en viðgerðir eru þegar hafnar, að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar. Koðnað fljótt niður Ekki náðist í fulltrúa lögreglunnar í Kópavogi við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt nýjustu upplýsingum Sigríðar hefur lögregla ekki enn haft hendur í hári gerandans. Hún staðfestir jafnframt að lögregla gruni að sá hafi notað svokallaðan molotov-kokteil. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á staðinn þegar tilkynning barst um eldsvoðann í nótt. Þar hafi verið mikill eldur í upphafi en hann fljótlega koðnað niður. Nokkuð hafi verið um reyk- og brunaskemmdir og mest vinna farið í að slökkva glæður og reykræsta.
Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira