Segir risastórt afrek að vinna Íslendinga sem séu samt ekki sterkbyggðir Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2022 12:00 Strákarnir okkar spila í dag sinn fyrsta landsleik eftir að hafa orðið í 6. sæti á EM í janúar. Getty/Sanjin Strukic Nikola Bilyk, skærasta stjarna Austurríkismanna, segir að það yrði gríðarlegt afrek að vinna íslenska landsliðið í dag enda sé Ísland eitt af fimm bestu handboltalandsliðum Evrópu. Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Sjá meira
Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Sjá meira
Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01