Segir risastórt afrek að vinna Íslendinga sem séu samt ekki sterkbyggðir Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2022 12:00 Strákarnir okkar spila í dag sinn fyrsta landsleik eftir að hafa orðið í 6. sæti á EM í janúar. Getty/Sanjin Strukic Nikola Bilyk, skærasta stjarna Austurríkismanna, segir að það yrði gríðarlegt afrek að vinna íslenska landsliðið í dag enda sé Ísland eitt af fimm bestu handboltalandsliðum Evrópu. Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01