„Hefði viljað fá fleiri mörk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Guðmundur Guðmundsson var ekki ánægður með vörnina og færanýtingu Íslands. vísir/bjarni Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum. „Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
„Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04