Ofaldir kálfar kjarabaráttunnar Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 14. apríl 2022 12:31 Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Í því samhengi finnst mörgum hverjum ásættanlegt að lækka laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga. Ekki veit ég til þess að það sé í anda kjarabaráttu að berjast fyrir lægri launum, en það sem verra er, er þegar að fólk kallar eftir aðgerðum sem þessum á röngum forsendum. Í allri umræðu er best að halda sig við það sem er vitað. Það er best að halda sig við tölur, gögn og staðreyndir. Þar sem ég þekki til eru laun almennra starfsmanna stéttarfélaga í flestum tilfellum á bilinu 500-600 þúsund krónur. Ég get staðfest að dagvinnulaun starfsmanns Eflingar árið 2018, sem var nýbyrjaður í starfi voru 509.850kr. Þessi sami starfsmaður eftir 4 ára starfsreynslu var kominn upp í 577.850. Á móti má benda á að starfsmenn fái greidda yfirvinnu og aksturstyrk, en höfum það hugfast að það telur ekki þegar þú þarft að sækja rétt þinn. Fæðingarorlofssjóði varðar t.a.m. ekkert um það hvað þú ert með í akstursstyrk. Kjarabót en á sama tíma kjaraskerðing. Og jafnvel þó allt þetta sé tekið saman, dagvinna, yfirvinna og akstursstyrkur, þá kemst það ekki einu sinni nálægt þeim upphæðum sem haldið er fram í umræðunni. Eru þetta of há laun? Er 500-600 þúsund krónur á mánuði of há laun? Til þess að svara því langar mér að setja upp dæmi. Ef við skoðum reiknivél fyrir neysluviðmið á síðu stjórnarráðsins og gefum okkur forsendur vísitölufjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, tveir fullorðnir og 2 börn, 1 í leikskóla og annað í grunnskóla. Dæmigerð heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar fyrir þá fjölskyldu eru 493.776kr og grunnviðmið er 276.905kr. Höldum þá áfram og tökum húsaleiguna inn í dæmið. Leiguverð fór fyrir löngu síðan út fyrir öll velsæmismörk og er í dag ekkert annað en okur. Leigusalar eru mismunandi eins og þeir eru margir og verðið eftir því. Í Þessum útreikning skulum við gefa okkur að leiguverðið séu 200 þúsund krónur. Þá stöndum við þar að heildarútgjöld með húsnæði fyrir vísitölufjölskylduna er á bilinu 476.905kr - 693.776kr. Ef við gefum okkur að annar aðili vísitölufjölskyldunnar starfi hjá stéttarfélagi og sé t.d. með 570.000kr í laun, skilar það honum sennilega nærri 420.000kr útborguðum. Hinn aðilinn vinnur fyrir lágmarkslaunum 368.000kr og sé með um 290.000kr útborgað. Hjónin í vísitölufjölskyldunni eru þar samanlagt með 710.000kr í vasann og eiga tæpar 17.000kr í afgang eftir mánuðinn miðað við dæmigerða neyslu. Og höfum hugfast að hér er ekki verið að tala um lúxus líf, heldur dæmigert. Guð forði fólkinu frá því að veikjast, missa vinnuna eða lenda í hverskyns áfalli sem kallar á aukin útgjöld. Að öllu þessu sögðu þá er undir lokin rétt að minna á að þetta er dæmi um fólk sem getur þetta, þó tæplega. Fjöldinn allur af vinnandi fólki á ekki í sig og á, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og hver einasti dagur er erfiður. Þetta fólk þarf að hífa upp en vandinn er ekki leystur með því að toga alla niður í volæðið. Verkalýðshreyfingin og stéttarfélög sem vinnustaðir eiga að vera fyrirmynd þess sem við viljum fyrir okkar félagsmenn á þeirra vinnustöðum. Við viljum að okkar fólk fái mannsæmandi laun. Við viljum að atvinnurekendur komi vel fram við okkar fólk. Við viljum réttlátara samfélag. Á öllum málum eru tvær hliðar og ólíkar skoðanir, en við hljótum að geta sammælst um að halda staðreyndum á hreinu og fara með rétt mál. Við hljótum að geta sammælst um grunngildi kjarabaráttu og við hljótum að geta sammælst um að það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að beita bolabrögðum sem við höfum fordæmt atvinnurekendur fyrir. Rétt er rétt og rangt er rangt, sama hver á í hlut. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Í því samhengi finnst mörgum hverjum ásættanlegt að lækka laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga. Ekki veit ég til þess að það sé í anda kjarabaráttu að berjast fyrir lægri launum, en það sem verra er, er þegar að fólk kallar eftir aðgerðum sem þessum á röngum forsendum. Í allri umræðu er best að halda sig við það sem er vitað. Það er best að halda sig við tölur, gögn og staðreyndir. Þar sem ég þekki til eru laun almennra starfsmanna stéttarfélaga í flestum tilfellum á bilinu 500-600 þúsund krónur. Ég get staðfest að dagvinnulaun starfsmanns Eflingar árið 2018, sem var nýbyrjaður í starfi voru 509.850kr. Þessi sami starfsmaður eftir 4 ára starfsreynslu var kominn upp í 577.850. Á móti má benda á að starfsmenn fái greidda yfirvinnu og aksturstyrk, en höfum það hugfast að það telur ekki þegar þú þarft að sækja rétt þinn. Fæðingarorlofssjóði varðar t.a.m. ekkert um það hvað þú ert með í akstursstyrk. Kjarabót en á sama tíma kjaraskerðing. Og jafnvel þó allt þetta sé tekið saman, dagvinna, yfirvinna og akstursstyrkur, þá kemst það ekki einu sinni nálægt þeim upphæðum sem haldið er fram í umræðunni. Eru þetta of há laun? Er 500-600 þúsund krónur á mánuði of há laun? Til þess að svara því langar mér að setja upp dæmi. Ef við skoðum reiknivél fyrir neysluviðmið á síðu stjórnarráðsins og gefum okkur forsendur vísitölufjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, tveir fullorðnir og 2 börn, 1 í leikskóla og annað í grunnskóla. Dæmigerð heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar fyrir þá fjölskyldu eru 493.776kr og grunnviðmið er 276.905kr. Höldum þá áfram og tökum húsaleiguna inn í dæmið. Leiguverð fór fyrir löngu síðan út fyrir öll velsæmismörk og er í dag ekkert annað en okur. Leigusalar eru mismunandi eins og þeir eru margir og verðið eftir því. Í Þessum útreikning skulum við gefa okkur að leiguverðið séu 200 þúsund krónur. Þá stöndum við þar að heildarútgjöld með húsnæði fyrir vísitölufjölskylduna er á bilinu 476.905kr - 693.776kr. Ef við gefum okkur að annar aðili vísitölufjölskyldunnar starfi hjá stéttarfélagi og sé t.d. með 570.000kr í laun, skilar það honum sennilega nærri 420.000kr útborguðum. Hinn aðilinn vinnur fyrir lágmarkslaunum 368.000kr og sé með um 290.000kr útborgað. Hjónin í vísitölufjölskyldunni eru þar samanlagt með 710.000kr í vasann og eiga tæpar 17.000kr í afgang eftir mánuðinn miðað við dæmigerða neyslu. Og höfum hugfast að hér er ekki verið að tala um lúxus líf, heldur dæmigert. Guð forði fólkinu frá því að veikjast, missa vinnuna eða lenda í hverskyns áfalli sem kallar á aukin útgjöld. Að öllu þessu sögðu þá er undir lokin rétt að minna á að þetta er dæmi um fólk sem getur þetta, þó tæplega. Fjöldinn allur af vinnandi fólki á ekki í sig og á, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og hver einasti dagur er erfiður. Þetta fólk þarf að hífa upp en vandinn er ekki leystur með því að toga alla niður í volæðið. Verkalýðshreyfingin og stéttarfélög sem vinnustaðir eiga að vera fyrirmynd þess sem við viljum fyrir okkar félagsmenn á þeirra vinnustöðum. Við viljum að okkar fólk fái mannsæmandi laun. Við viljum að atvinnurekendur komi vel fram við okkar fólk. Við viljum réttlátara samfélag. Á öllum málum eru tvær hliðar og ólíkar skoðanir, en við hljótum að geta sammælst um að halda staðreyndum á hreinu og fara með rétt mál. Við hljótum að geta sammælst um grunngildi kjarabaráttu og við hljótum að geta sammælst um að það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að beita bolabrögðum sem við höfum fordæmt atvinnurekendur fyrir. Rétt er rétt og rangt er rangt, sama hver á í hlut. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun