Innlent

Karlmaður um tvítugt með lífshættulega áverka eftir stunguárás

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Árásin var gerð við mikið skemmtanahorn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem skemmtistaðurinn Prikið er meðal annars.
Árásin var gerð við mikið skemmtanahorn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem skemmtistaðurinn Prikið er meðal annars. Vísir/Vilhelm

Karlmaður um tvítugt særðist lífshættulega í stunguárás í Ingólfsstræti í nótt og gekkst undir aðgerð á Landspítala. Tengsl eru á milli hans og tveggja sakborninga, sem handteknir voru eftir lögregluleit.

Tilkynnt var um árásina um tvöleytið í nótt en hún var gerð við skemmtistaðinn Prikið í Ingólfsstræti. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að lögregla hafi náð fljótt utan um málið. 

Hinn særði er um tvítugt og var flutur með hraði á Landspítala, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er kominn úr aðgerðinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans í dag. Ævar segir árás af þessu tagi geta valdið lífshættulegum áverkum.

Tveir menn í kringum tvítugt voru handteknir skammt frá vettvangi á fimmta tímanum eftir stutta leit; annar í bíl og hinn í heimahúsi. Hnífi var beitt í árásinni og hefur lögregla lagt hald á hann. Tekin verður formleg skýrsla af mönnunum síðar í dag. Mennirnir þrír þekktust og svo virðist sem til átaka hafi komið á milli þeirra í aðdraganda árásarinnar. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu.


Tengdar fréttir

Stunguárás í miðbænum í nótt

Tveir karlmenn voru handteknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með eggvopni fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×