Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2022 11:47 Elon Musk vill eignast Twitter. Getty/Rafael Henrique Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent