Laust fyrir klukkan tvö var tilkynnt um slagsmál í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði voru gerendur á bak og burt. Einn var slasaður á vettvangi og sagðist hann hafa fengið flösku í höfuðið. Málið er í rannsókn.
Um hálf þrjú í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað þar sem ofurölvi gestur staðarins var í haldi dyravarða. Var hann grunaður um að hafa ráðist á þá. Maðurinn var handtekinn og færður í fangaklefa.