Heimakonur höfðu frumkvæðið framan af leik en þegar líða tók á leikinn náðu ÍR yfirhöndinni og unnu að lokum sjö stiga sigur, 62-69.
Gladiana Aidaly Jimenez var stigahæst ÍR kvenna með sautján stig en Irena Sól Jónsdóttir var sömuleiðis öflug í sókninni og gerði þrettán stig.
Schekinah Sandja Bimpa var atkvæðamest hjá Ármani með 28 stig og þrettán fráköst en Jónína Þórdís Karlsdóttir kom næst í stigaskoru með fimmtán stig.