Kjósum oftar í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun