Bankasýsla ríkisins, ekki meir Erna Bjarnadóttir skrifar 20. apríl 2022 07:30 Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun