Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og uppbygging í Árborg? Bragi Bjarnason skrifar 20. apríl 2022 17:01 Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun