Borgarstjóri hafi tapað trúverðugleika í leikskólamálum Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:59 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir leikskólamál í borginni í ólestri. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir barnafjölskyldum vera sýnd fullkomin óvirðing af yfirvöldum í borginni, með því að bjóða börnum pláss á leikskólum sem ekki eru til. Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent