Þetta er ekki boðlegt Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 22. apríl 2022 09:00 Á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss sem haldinn var 7. apríl sl. voru m.a. teknar fyrir tillögur frá Sjálfstæðisflokki sem snúa að mótun stefnu sveitarfélagsins Ölfuss í málefnum eldri borgara, stöðu fólks með fötlun og hugmyndafræðilegum undirbúningi að nýjum leikskóla í Þorlákshöfn. Allt eru þetta verkefni sem löngu eru tímabær og eðlilegt er að taka fyrir á þessum vettvangi en bara alls ekki á þessum tímapunkti þegar örfáir dagar eru til sveitarstjórnarkosninga. Í þessu sambandi má nefna að ætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks er sú að drög að stefnu í öldrunarmálum í sveitarfélaginu verði tilbúin eigi síðar en 29. apríl n.k. en engin vinna hefur farið fram til þessa. Í fundargerðinni kemur fram að byrjað verði á nýjum leikskóla í Þorlákshöfn innan fárra vikna og það jafnframt opinberað að engin stefnumótandi vinna hafi farið fram vegna hans. Það er reyndar mjög sérstakt að ekki liggi margra mánaða, jafnvel ára vinna að baki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir þegar Leikskólinn Bergheimar var einkavæddur að fulltrúar flokksins væru ekki sérfræðingar í rekstri leikskóla. Þá á einnig að keyra í gegn fyrir sveitarstjórnarkosningar stefnumótandi vinnu vegna málefna fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Eins og fram kemur í bókun með tillögunum getur bæjarstjórn skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum en umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn 28. apríl n.k. og fyrst að honum loknum gætu þessar nefndir mögulega tekið til starfa, rúmum tveimur vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hinn eðlilegi farvegur er að ákvarðanir um aðgerðir og framkvæmdir séu teknar í kjölfar mótaðrar stefnu en ekki öfugt. Það er í besta falli vanmat á þessum verkefnum að ætla að hægt sé að móta stefnur á svo stuttum tíma í samráði og samtali við alla hagaðila. Annað er að þessi ákvörðun á þessum tímapunkti felur í sér mikla vanvirðingu við það fólk sem nýtir þá þjónustu sem um ræðir og á skilið að vandað sé til verka sem og það fólk sem sæti hefur tekið á listum, öðrum en Sjálfstæðisflokks, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þá skýtur það einnig mjög skökku við að meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi flotið stefnulaus allt þetta kjörtímabil í þessum stóru, viðkvæmu og mikilvægu málaflokkum. Hvernig stendur á því að tíminn hefur verið jafn illa nýttur sem raun ber vitni? Vöndum vinnubrögðin, sýnum sanngirni og heiðarleika og vinnum saman að þessum framfaramálum eftir kosningar. Þetta er ekki boðlegt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti H-lista í Ölfusi.Hrönn Guðmundsdóttir, oddviti B-lista í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss sem haldinn var 7. apríl sl. voru m.a. teknar fyrir tillögur frá Sjálfstæðisflokki sem snúa að mótun stefnu sveitarfélagsins Ölfuss í málefnum eldri borgara, stöðu fólks með fötlun og hugmyndafræðilegum undirbúningi að nýjum leikskóla í Þorlákshöfn. Allt eru þetta verkefni sem löngu eru tímabær og eðlilegt er að taka fyrir á þessum vettvangi en bara alls ekki á þessum tímapunkti þegar örfáir dagar eru til sveitarstjórnarkosninga. Í þessu sambandi má nefna að ætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks er sú að drög að stefnu í öldrunarmálum í sveitarfélaginu verði tilbúin eigi síðar en 29. apríl n.k. en engin vinna hefur farið fram til þessa. Í fundargerðinni kemur fram að byrjað verði á nýjum leikskóla í Þorlákshöfn innan fárra vikna og það jafnframt opinberað að engin stefnumótandi vinna hafi farið fram vegna hans. Það er reyndar mjög sérstakt að ekki liggi margra mánaða, jafnvel ára vinna að baki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir þegar Leikskólinn Bergheimar var einkavæddur að fulltrúar flokksins væru ekki sérfræðingar í rekstri leikskóla. Þá á einnig að keyra í gegn fyrir sveitarstjórnarkosningar stefnumótandi vinnu vegna málefna fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Eins og fram kemur í bókun með tillögunum getur bæjarstjórn skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum en umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn 28. apríl n.k. og fyrst að honum loknum gætu þessar nefndir mögulega tekið til starfa, rúmum tveimur vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hinn eðlilegi farvegur er að ákvarðanir um aðgerðir og framkvæmdir séu teknar í kjölfar mótaðrar stefnu en ekki öfugt. Það er í besta falli vanmat á þessum verkefnum að ætla að hægt sé að móta stefnur á svo stuttum tíma í samráði og samtali við alla hagaðila. Annað er að þessi ákvörðun á þessum tímapunkti felur í sér mikla vanvirðingu við það fólk sem nýtir þá þjónustu sem um ræðir og á skilið að vandað sé til verka sem og það fólk sem sæti hefur tekið á listum, öðrum en Sjálfstæðisflokks, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þá skýtur það einnig mjög skökku við að meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi flotið stefnulaus allt þetta kjörtímabil í þessum stóru, viðkvæmu og mikilvægu málaflokkum. Hvernig stendur á því að tíminn hefur verið jafn illa nýttur sem raun ber vitni? Vöndum vinnubrögðin, sýnum sanngirni og heiðarleika og vinnum saman að þessum framfaramálum eftir kosningar. Þetta er ekki boðlegt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti H-lista í Ölfusi.Hrönn Guðmundsdóttir, oddviti B-lista í Ölfusi.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar