Gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegum stjórnmálum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. apríl 2022 10:17 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Aðsend Píratar kynntu stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á Kjarvalsstöðum í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að flokkurinn hafi skilað miklum árangri á líðandi kjörtímabili. Píratar hafa brátt verið í meirihlutasamstarfi í borgarstjórn í átta ár og segir Dóra að flokkurinn sé traustsins verður. „Við erum græn, frjálslynd og réttsýn. Píratar stunda og standa fyrir heiðarlegum stjórnmálum sem þýðir að við gefum engan afslátt og erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem víkja frá okkar kjarnaprinsippum hvort sem það varðar loftslagsmál, mannréttindamál eða baráttuna gegn spillingu,“ segir Dóra í tilkynningu. Sætta sig ekki við miðjumoð Á næsta kjörtímabili ætlar flokkurinn að „hleypa sólarljósi inn í stjórnsýsluna“ svo spilling og sóun geti hvergi falist. Þá vilja Píratar valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar. „Píratar gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegum stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg. Við sættum okkur ekki við neitt miðjumoð heldur göngum alla leið og erum trú almannahag. Píratar gera gott betra. Við meinum það sem við segjum og orðum fylgja gjörðir,“ segir Dóra. Þrjár víddir Reykjavíkur Á stefnumálakynningarfundinum kynnti flokkurinn þrjár víddir Reykjavíkur undir stjórn Pírata. „Fagleg og nútímaleg lýðræðisborg“, „græn og barnvæn þekkingarborg“ og „aðgengileg og fjölbreytt mannréttindaborg“. Hér fyrir neðan má lesa allar stefnur Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hleypa sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist með því að stórefla gagnsæi og gagnainnviði borgarinnar með meðal annars Gagnsjá Reykjavíkur með yfirsýn yfir gögn borgarinnar og nýrri styrkjagátt með yfirliti yfir veitta styrki og forsendur styrkveitinga. Valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar með fjölbreyttum og aðgengilegum leiðum til áhrifa og virku samráði við íbúa og hagsmunaaðila á öllum stigum vinnunnar, eins og með nýrri og sameinaðri styrkjagátt og innleiðingu lýðræðisstefnu. Færa Reykjavík inn í nútímann með því að nýta tæknina og hugvitið til að auðvelda fólki lífið og minnka vesen með stafrænni og nútímalegri þjónustu. Skapa stafrænt innritunarferli í leikskóla með yfirliti yfir laus pláss og einfalda þjónustu í skipulags- og uppbyggingarmálum. Gera græn plön og framkvæmdir enn grænni og metnaðarfyllri svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport, hraða uppbyggingu Borgarlínu, endurheimta borgarlandið og endurhanna borgarumhverfið fyrir gangandi og hjólandi með þéttingu byggðar og fjölgun göngu- og vistgatna og bíllausra svæða. Allar ákvarðanir eiga að taka mið af markmiðum í loftslagsmálum. Bjóða upp á svæði fyrir lausagöngu hunda í öllum hverfum og huga að þörfum dýra og dýraeigenda eins og hundasvæða og hundagerða strax við þróun nýrra hverfa og innviða frekar en sem eftir á hugsun. Mæta fjölbreyttum þörfum barna og barnafjölskyldna á þeirra forsendum svo að margbreytileiki barna fái að njóta sín, tryggja nægan fjölda leikskóla- og dagvistunarplássa miðað við þörf, innleiða 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla, auka val fjölskyldna þegar bilið er brúað frá fæðingarorlofi. Hraða uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis í þéttri lífsgæðabyggð í takt við þarfir almennings, fjölga félagslegum íbúðum sem hlutfalli af heildaruppbyggingu og stuðla að því að öll sveitarfélög axli sinn hluta, tryggja að lágmarki 25% uppbyggingar sé fyrir efnaminni hópa. Beita skaðaminnkandi aðferðum byggt á umburðarlyndi og fordómaleysi, fjölga úrræðum fyrir fólk í heimilisleysi og taka skaðaminnkun alla leið með neyðarskýli fyrir konur án skilyrða og sólarhringsþjónustu í ,,Húsnæði fyrst.“ Bjóða jafnréttis-, kyn-, hinsegin- og kynjafræðsla á öllum skólastigum, ráða fleiri hinseginsérfræðinga og sérfræðinga í Jafnréttisskólann. Bjóða gjaldfrjálsa móðurmálskennslu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Píratar hafa brátt verið í meirihlutasamstarfi í borgarstjórn í átta ár og segir Dóra að flokkurinn sé traustsins verður. „Við erum græn, frjálslynd og réttsýn. Píratar stunda og standa fyrir heiðarlegum stjórnmálum sem þýðir að við gefum engan afslátt og erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem víkja frá okkar kjarnaprinsippum hvort sem það varðar loftslagsmál, mannréttindamál eða baráttuna gegn spillingu,“ segir Dóra í tilkynningu. Sætta sig ekki við miðjumoð Á næsta kjörtímabili ætlar flokkurinn að „hleypa sólarljósi inn í stjórnsýsluna“ svo spilling og sóun geti hvergi falist. Þá vilja Píratar valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar. „Píratar gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegum stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg. Við sættum okkur ekki við neitt miðjumoð heldur göngum alla leið og erum trú almannahag. Píratar gera gott betra. Við meinum það sem við segjum og orðum fylgja gjörðir,“ segir Dóra. Þrjár víddir Reykjavíkur Á stefnumálakynningarfundinum kynnti flokkurinn þrjár víddir Reykjavíkur undir stjórn Pírata. „Fagleg og nútímaleg lýðræðisborg“, „græn og barnvæn þekkingarborg“ og „aðgengileg og fjölbreytt mannréttindaborg“. Hér fyrir neðan má lesa allar stefnur Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hleypa sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist með því að stórefla gagnsæi og gagnainnviði borgarinnar með meðal annars Gagnsjá Reykjavíkur með yfirsýn yfir gögn borgarinnar og nýrri styrkjagátt með yfirliti yfir veitta styrki og forsendur styrkveitinga. Valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar með fjölbreyttum og aðgengilegum leiðum til áhrifa og virku samráði við íbúa og hagsmunaaðila á öllum stigum vinnunnar, eins og með nýrri og sameinaðri styrkjagátt og innleiðingu lýðræðisstefnu. Færa Reykjavík inn í nútímann með því að nýta tæknina og hugvitið til að auðvelda fólki lífið og minnka vesen með stafrænni og nútímalegri þjónustu. Skapa stafrænt innritunarferli í leikskóla með yfirliti yfir laus pláss og einfalda þjónustu í skipulags- og uppbyggingarmálum. Gera græn plön og framkvæmdir enn grænni og metnaðarfyllri svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport, hraða uppbyggingu Borgarlínu, endurheimta borgarlandið og endurhanna borgarumhverfið fyrir gangandi og hjólandi með þéttingu byggðar og fjölgun göngu- og vistgatna og bíllausra svæða. Allar ákvarðanir eiga að taka mið af markmiðum í loftslagsmálum. Bjóða upp á svæði fyrir lausagöngu hunda í öllum hverfum og huga að þörfum dýra og dýraeigenda eins og hundasvæða og hundagerða strax við þróun nýrra hverfa og innviða frekar en sem eftir á hugsun. Mæta fjölbreyttum þörfum barna og barnafjölskyldna á þeirra forsendum svo að margbreytileiki barna fái að njóta sín, tryggja nægan fjölda leikskóla- og dagvistunarplássa miðað við þörf, innleiða 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla, auka val fjölskyldna þegar bilið er brúað frá fæðingarorlofi. Hraða uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis í þéttri lífsgæðabyggð í takt við þarfir almennings, fjölga félagslegum íbúðum sem hlutfalli af heildaruppbyggingu og stuðla að því að öll sveitarfélög axli sinn hluta, tryggja að lágmarki 25% uppbyggingar sé fyrir efnaminni hópa. Beita skaðaminnkandi aðferðum byggt á umburðarlyndi og fordómaleysi, fjölga úrræðum fyrir fólk í heimilisleysi og taka skaðaminnkun alla leið með neyðarskýli fyrir konur án skilyrða og sólarhringsþjónustu í ,,Húsnæði fyrst.“ Bjóða jafnréttis-, kyn-, hinsegin- og kynjafræðsla á öllum skólastigum, ráða fleiri hinseginsérfræðinga og sérfræðinga í Jafnréttisskólann. Bjóða gjaldfrjálsa móðurmálskennslu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Hleypa sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist með því að stórefla gagnsæi og gagnainnviði borgarinnar með meðal annars Gagnsjá Reykjavíkur með yfirsýn yfir gögn borgarinnar og nýrri styrkjagátt með yfirliti yfir veitta styrki og forsendur styrkveitinga. Valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar með fjölbreyttum og aðgengilegum leiðum til áhrifa og virku samráði við íbúa og hagsmunaaðila á öllum stigum vinnunnar, eins og með nýrri og sameinaðri styrkjagátt og innleiðingu lýðræðisstefnu. Færa Reykjavík inn í nútímann með því að nýta tæknina og hugvitið til að auðvelda fólki lífið og minnka vesen með stafrænni og nútímalegri þjónustu. Skapa stafrænt innritunarferli í leikskóla með yfirliti yfir laus pláss og einfalda þjónustu í skipulags- og uppbyggingarmálum. Gera græn plön og framkvæmdir enn grænni og metnaðarfyllri svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport, hraða uppbyggingu Borgarlínu, endurheimta borgarlandið og endurhanna borgarumhverfið fyrir gangandi og hjólandi með þéttingu byggðar og fjölgun göngu- og vistgatna og bíllausra svæða. Allar ákvarðanir eiga að taka mið af markmiðum í loftslagsmálum. Bjóða upp á svæði fyrir lausagöngu hunda í öllum hverfum og huga að þörfum dýra og dýraeigenda eins og hundasvæða og hundagerða strax við þróun nýrra hverfa og innviða frekar en sem eftir á hugsun. Mæta fjölbreyttum þörfum barna og barnafjölskyldna á þeirra forsendum svo að margbreytileiki barna fái að njóta sín, tryggja nægan fjölda leikskóla- og dagvistunarplássa miðað við þörf, innleiða 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla, auka val fjölskyldna þegar bilið er brúað frá fæðingarorlofi. Hraða uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis í þéttri lífsgæðabyggð í takt við þarfir almennings, fjölga félagslegum íbúðum sem hlutfalli af heildaruppbyggingu og stuðla að því að öll sveitarfélög axli sinn hluta, tryggja að lágmarki 25% uppbyggingar sé fyrir efnaminni hópa. Beita skaðaminnkandi aðferðum byggt á umburðarlyndi og fordómaleysi, fjölga úrræðum fyrir fólk í heimilisleysi og taka skaðaminnkun alla leið með neyðarskýli fyrir konur án skilyrða og sólarhringsþjónustu í ,,Húsnæði fyrst.“ Bjóða jafnréttis-, kyn-, hinsegin- og kynjafræðsla á öllum skólastigum, ráða fleiri hinseginsérfræðinga og sérfræðinga í Jafnréttisskólann. Bjóða gjaldfrjálsa móðurmálskennslu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira