Guðríður komin í hald lögreglu Árni Sæberg skrifar 22. apríl 2022 17:49 Styttan hefur verið haldlögð af lögreglu en hún er enn inni í eldflauginni. AÐSEND/REGÍNA HRÖNN Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku og komið fyrir inni í listaverki fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík. Jónas Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir að styttan sé komin í hald lögreglu, í samtali við Ríkisútvarpið. „Heyrðu hún var nú bara haldlögð í Reykjavík fyrr í dag fyrir ekki svo löngu síðan og í þessum töluðum orðum er hún að lenda á Akranesi á flutningabíl," segir hann. Jónas segir jafnframt að styttan verði geymd á lögreglustöðinni á Akranesi á meðan hún er rannsökuð. Hann segir ákvörðun um ákæru ekki hafa verið tekna í málinu en Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn. Styttunni var stolið sjöunda þessa mánaðar og tveimur dögum seinna kom hún í leitirnar fyrir utan Nýlistasafnið en þó í nýjum búningi. Henni hafði verið komið fyrir inni í stærðarinnar eldflaug. Síðar kom í ljós að styttunni hafði verið stolið sem hluta af listrænum gjörningi. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli og segja um að ræða nýtt verk sem þær hafi nefnt Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Bryndís segir að með því að setja styttuna inn í þessa geimflaug vilji þær spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Menning Lögreglumál Akranes Reykjavík Snæfellsbær Tengdar fréttir Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10 Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20. apríl 2022 11:05 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Jónas Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir að styttan sé komin í hald lögreglu, í samtali við Ríkisútvarpið. „Heyrðu hún var nú bara haldlögð í Reykjavík fyrr í dag fyrir ekki svo löngu síðan og í þessum töluðum orðum er hún að lenda á Akranesi á flutningabíl," segir hann. Jónas segir jafnframt að styttan verði geymd á lögreglustöðinni á Akranesi á meðan hún er rannsökuð. Hann segir ákvörðun um ákæru ekki hafa verið tekna í málinu en Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn. Styttunni var stolið sjöunda þessa mánaðar og tveimur dögum seinna kom hún í leitirnar fyrir utan Nýlistasafnið en þó í nýjum búningi. Henni hafði verið komið fyrir inni í stærðarinnar eldflaug. Síðar kom í ljós að styttunni hafði verið stolið sem hluta af listrænum gjörningi. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli og segja um að ræða nýtt verk sem þær hafi nefnt Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Bryndís segir að með því að setja styttuna inn í þessa geimflaug vilji þær spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Menning Lögreglumál Akranes Reykjavík Snæfellsbær Tengdar fréttir Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10 Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20. apríl 2022 11:05 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56
„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00
Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10
Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20. apríl 2022 11:05