Enn eitt heimsmetið hjá Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 20:01 Ágætis fjöldi það. Pedro Salado/Getty Images Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona halda áfram að brjóta glerþök en liðið setti í kvöld nýtt heimsmet í áhorfendafjölda á fótboltaleik kvenna. Fyrra metið var sett fyrr á þessu ári og nú er spurningin hvort Barcelona þurfi stærri heimavöll til að koma öllum sem vilja fyrir. Barcelona tók á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þegar leikur Barcelona og Real Madríd í 8-liða úrslitum var færður á Nývang varð uppselt á örskotsstundu. Sama átti sér stað þegar miðar fóru í sölu fyrir leik Börsunga og Wolfsburg. Að rjúka út eins og heitar lummur nær ekki yfir hversu hratt miðarnir ruku út. Það varð aftur uppselt á innan við mínútum nánast. Allir Börsungar sem mættu á leikinn hafa fengið margfalt til baka þar sem Barcelona vann 5-1 stórsigur og er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Þegar leiknum var að ljúka var svo tilkynnt að félagið hefði slegið heimsmet í áhorfendafjölda. Aftur! Official world record attendance at Camp Nou 91,648 https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/vc0jchNi3t— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Alls mættu 91.648 manns á leik kvöldsins. Hvort það met verði slegið á næstunni á eftir að koma í ljós en þá þarf eflaust að gera endurbætur á Nývangi sem getur tekið 99.354 í sæti ef öll sæti vallarins eru fyllt. Vert er að taka fram að aðeins sáu rétt rúmlega 57 þúsund manns síðasta heimaleik karlaliðs Barcelona. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spánn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Barcelona tók á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þegar leikur Barcelona og Real Madríd í 8-liða úrslitum var færður á Nývang varð uppselt á örskotsstundu. Sama átti sér stað þegar miðar fóru í sölu fyrir leik Börsunga og Wolfsburg. Að rjúka út eins og heitar lummur nær ekki yfir hversu hratt miðarnir ruku út. Það varð aftur uppselt á innan við mínútum nánast. Allir Börsungar sem mættu á leikinn hafa fengið margfalt til baka þar sem Barcelona vann 5-1 stórsigur og er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Þegar leiknum var að ljúka var svo tilkynnt að félagið hefði slegið heimsmet í áhorfendafjölda. Aftur! Official world record attendance at Camp Nou 91,648 https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/vc0jchNi3t— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Alls mættu 91.648 manns á leik kvöldsins. Hvort það met verði slegið á næstunni á eftir að koma í ljós en þá þarf eflaust að gera endurbætur á Nývangi sem getur tekið 99.354 í sæti ef öll sæti vallarins eru fyllt. Vert er að taka fram að aðeins sáu rétt rúmlega 57 þúsund manns síðasta heimaleik karlaliðs Barcelona. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spánn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira