Opnum hliðin – stækkum dalinn Stefán Pálsson skrifar 23. apríl 2022 12:00 Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi. Stofnun safnsins var mikil gæfa því þannig tókst að bjarga ómetanlegum menningarverðmætum undan jarðýtum og skóflukjöftum. Síðar áttu þó viðhorf í húsaverndunarmálum eftir að þroskast enn frekar og sú stefna varð almennt ofaná að reyna að vernda hús í sínu upprunalega umhverfi eða sem næst því. Fyrstu árin hefði Árbæjarsafn vart getað verið meira í alfaraleið þar sem sjálfur Suðurlandsvegurinn til og frá Reykjavík lá um hlaðið. Nýjar vegatengingar og uppbygging Árbæjar- og Ártúnshverfa hafa hins vegar gert það að verkum að aðkoman að safninu er fjarri því eins áberandi nú um stundir og áður var. Árbæjarsafnið er perla, en spurningin er hvort ekki megi leita leiða til að lyfta því enn frekar og um leið nýta það til að styrkja Elliðaárdalinn, sem er eitt mikilvægasta útivistarsvæði borgarbúa. Frábærar gönguleiðir Við í Vinstri grænum viljum láta kanna alvarlega þann möguleika að opna safnsvæðið og láta það og stígakerfi þess verða hluta af göngu- og hjólastígum Elliðaárdalsins. Þannig gætu borgarbúar rölt sér til ánægju innan um hin gömlu og fallegu hús. Það sem helst hefur staðið í veginum fyrir því að girðingunum umhverfis Árbæjarsafn verði einfaldlega rutt úr vegi er sú staðreynd að safninu er gert að afla sér tekna með miðasölu. Með nútímatækni ætti það þó ekki lengur að vera vandamál. Auðveldlega mætti selja inn í einstök hús eða sýningar með einföldum tæknilegum lausnum þótt svæðið sjálft yrði opnað. Aukin umferð um safnsvæðið gæti líka styrkt veitingasölu í kaffihúsi safnsins, Dillonshúsi – en lengi hefur verið kallað eftir veitingasölu í Elliðaárdal. Með því að hætta að líta á Árbæjarsafn sem einangraða eyju en skipuleggja safnsvæðið þess í stað sem hluta af stærri heild, má ætla að margfalt fleira fólk skoði hin sögufrægu hús að utan. Það mun væntanlega kveikja áhuga enn fleiri en nú er á að fá að fræðast um sögu þeirra og kynna sér þau að innan. Sláum tvær flugur í einu höggi og styrkjum eina okkar mikilvægustu menningarstofnunum og eflum um leið dýrmætt útivistarsvæði. Höfundur er sagnfræðingur og skipar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsavernd Söfn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi. Stofnun safnsins var mikil gæfa því þannig tókst að bjarga ómetanlegum menningarverðmætum undan jarðýtum og skóflukjöftum. Síðar áttu þó viðhorf í húsaverndunarmálum eftir að þroskast enn frekar og sú stefna varð almennt ofaná að reyna að vernda hús í sínu upprunalega umhverfi eða sem næst því. Fyrstu árin hefði Árbæjarsafn vart getað verið meira í alfaraleið þar sem sjálfur Suðurlandsvegurinn til og frá Reykjavík lá um hlaðið. Nýjar vegatengingar og uppbygging Árbæjar- og Ártúnshverfa hafa hins vegar gert það að verkum að aðkoman að safninu er fjarri því eins áberandi nú um stundir og áður var. Árbæjarsafnið er perla, en spurningin er hvort ekki megi leita leiða til að lyfta því enn frekar og um leið nýta það til að styrkja Elliðaárdalinn, sem er eitt mikilvægasta útivistarsvæði borgarbúa. Frábærar gönguleiðir Við í Vinstri grænum viljum láta kanna alvarlega þann möguleika að opna safnsvæðið og láta það og stígakerfi þess verða hluta af göngu- og hjólastígum Elliðaárdalsins. Þannig gætu borgarbúar rölt sér til ánægju innan um hin gömlu og fallegu hús. Það sem helst hefur staðið í veginum fyrir því að girðingunum umhverfis Árbæjarsafn verði einfaldlega rutt úr vegi er sú staðreynd að safninu er gert að afla sér tekna með miðasölu. Með nútímatækni ætti það þó ekki lengur að vera vandamál. Auðveldlega mætti selja inn í einstök hús eða sýningar með einföldum tæknilegum lausnum þótt svæðið sjálft yrði opnað. Aukin umferð um safnsvæðið gæti líka styrkt veitingasölu í kaffihúsi safnsins, Dillonshúsi – en lengi hefur verið kallað eftir veitingasölu í Elliðaárdal. Með því að hætta að líta á Árbæjarsafn sem einangraða eyju en skipuleggja safnsvæðið þess í stað sem hluta af stærri heild, má ætla að margfalt fleira fólk skoði hin sögufrægu hús að utan. Það mun væntanlega kveikja áhuga enn fleiri en nú er á að fá að fræðast um sögu þeirra og kynna sér þau að innan. Sláum tvær flugur í einu höggi og styrkjum eina okkar mikilvægustu menningarstofnunum og eflum um leið dýrmætt útivistarsvæði. Höfundur er sagnfræðingur og skipar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun