Burt með spillingaröflin Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 24. apríl 2022 18:01 „Ef við slítum sundur lögin, þá slítum við og í sundur friðinn“ sagði Þorgeir Ljósvetningagoði á ögurstundu í lífi þjóðarinnar árið 1000. Árið 2008 var friður rofinn íslensku samfélagi. Þá afhjúpaðist okkur sniðganga við lög, græðgi og spilling ofan á fullkomna vanrækslu og vanhæfi íslenskra stjórnvalda. Stór hluti almennings sökk í skuldafen og fólk missti eigur sínar vegna misyndisverka fjárglæframanna og vanhæfra stjórnmálamanna. Ekkert getur lýst því siðferðilega og fjárhagslega þroti og siðrofinu sem þá reið yfir þjóðina. Við hétum okkur því að aldrei aftur skyldu fjárglæframenn og spillingaröfl komast til valda í íslensku samfélagi. Lærum af þessu! sögðum við. Í fjórtán ár var reynt að læra og endurreisa efnahag, siðferði og traust á stjórnvöldum, en hvað svo? Svo vöknum við upp við dag einn fyrir skemmstu, að sömu öflin og steyptu hér öllu í kaldakol hafa hreiðrað um sig aftur, eins og svínin í sögunni um Dýrabæ eftir George Orwell. Í skjóli einnar nætur var hlutur okkar í Íslandsbanka seldur, í lokuðu ferli og á stórafslætti til útvalinna einkavina, aðstandenda og innherja. Seldur föður fjármálaráðherrans, föðurbróður hans og frænda. Jafnvel söluaðilarnir sjálfir keyptu þessa almenningseign á undirverði, seldu eiginkonum, systkinum, vinum og vandamönnum allt frá einni milljón og upp í hundruð milljóna. Hrunverjarnir sem steyptu bönkunum með óráðsíu og fjárglæfrum 2008, fengu líka sinn skerf. Þeir runnu eins og hákarlar á blóð, Exista, Fons, Samherjamenn – alræmdir fyrir mútu og spillingarmál – og rifu til sín bita í trausti þess að ekkert myndi vitnast. Þeir héldu að bankaleynd og lokað ferli myndi skýla þeim; að stjórnmálamennirnir sem þeir hafa í vasanum myndu skýla þeim. Þessir sem hirða ekki um hag almennings heldur koma fram við þjóðina eins og blóðmerar – búpening sem beisla má og sjúga úr blóðið á meðan skepnan stendur uppi. Ef við rjúfum lögin þá rjúfum við friðinn! Og nú hafa lög verið rofin – ekki bara lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, heldur líka lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um aðgerðir gegn markaðssvikum og lög um opinber fjármál. Lög sem kveða á um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og gæslu samkeppnissjónarmiða. Engin af þeim skilyrðum voru virt við bankasöluna og heldur ekki áformin sem veifað var með tali um langtímafjárfesta, kjölfestufjárfesta, fagfjárfesta og erlenda fjárfesta. Allt var það blekking og hálfsannleikur, og eins Klettafjallaskáldið sagði: „Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi“ Á einni nóttu var milljarðagróði afhentur útvöldum einkavinum á kostnað almennings, og engum í bankasýslu eða ríkisstjórn virðist hafa hugkvæmst að frysta framhaldsviðskiptin með eignarhlutinn þegar farið var að innleysa gróðann. Hvað þá að taka ábyrgð. Takið eftir því að nú er ekki talað um að láta stjórn eða starfslið bankasýslunnar svara fyri gjörðir sínar! Nei, nú á að leggja stofnunina niður. Bankasýslan var alltaf þyrnir í augum hrunaflanna því að sú stofnun ætti, ef hún væri skipuð hæfu fólki, að gegna lykilhlutverki í að forða því sem gerðist í Íslandsbankasölunni. Sú varðstaða brást eins og allir vita. Og þá skal stofnunin lögð niður – væntanlega með vænum starfslokasamningum til þeirra sem sáu um söluna – og enginn svarar fyrir gjörðir sínar. Bjarni Benediktsson ætlar ekki heldur að axla sína ábyrgð, og nú er spurningin hvort hann muni komast upp með það? Ætlum við, almenningur í þessu landi, að láta hann komast upp með það? Það er ráðherra sem skrifar með eigin hendi undir alla sölusamningana í Íslandsbankasölunni. Hans er ábyrgðin. Hafi ráðherrann ekki skilið eigin gjörðir þá er hann vanhæfur og á að axla pólitíska ábyrgð. Hafi hann vitað hvað hann var að gera, þá er hann brotamaður. Í öllu falli á hann að sæta ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð vegna ákvæða í 2., 6., 7. og 10. gr. þeirra laga. Til að bíta höfuðið af skömminni segir Bjarni Benediktsson að vel hafi til tekist með söluna. Það tókst já, að maka krókinn hjá Hrunverjunum á kostnað almennings, eins og var kannski alltaf ætlunin – því hverjir eiga Sjálfstæðisflokkinn? Það tókst að hygla pabbanum, frændanum, flokksfélögum, Exista, Samherja, Fons og öllum hinum í hverra skjóli Bjarni Benediktsson situr við völd. Þjóðin þolir ekki meir. Við getum ekki látið ekki koma fram við okkur eins og blóðmerastóð. Megum aldrei líða einkavinavæðingu, spillingu og græðgi! Við eigum heimtingu á heilbrigðum leikreglum, jafnræði, sanngirni og ábyrgð. Við viljum siðað samfélag þar sem almannahagsmunir eru virtir og viðurkenndir. Katrín Jakobsdóttir, friðurinn er úti! Riftu Íslandsbankasölunni! Burt með Bjarna Benediktsson! Burt með spillingaröflin! Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
„Ef við slítum sundur lögin, þá slítum við og í sundur friðinn“ sagði Þorgeir Ljósvetningagoði á ögurstundu í lífi þjóðarinnar árið 1000. Árið 2008 var friður rofinn íslensku samfélagi. Þá afhjúpaðist okkur sniðganga við lög, græðgi og spilling ofan á fullkomna vanrækslu og vanhæfi íslenskra stjórnvalda. Stór hluti almennings sökk í skuldafen og fólk missti eigur sínar vegna misyndisverka fjárglæframanna og vanhæfra stjórnmálamanna. Ekkert getur lýst því siðferðilega og fjárhagslega þroti og siðrofinu sem þá reið yfir þjóðina. Við hétum okkur því að aldrei aftur skyldu fjárglæframenn og spillingaröfl komast til valda í íslensku samfélagi. Lærum af þessu! sögðum við. Í fjórtán ár var reynt að læra og endurreisa efnahag, siðferði og traust á stjórnvöldum, en hvað svo? Svo vöknum við upp við dag einn fyrir skemmstu, að sömu öflin og steyptu hér öllu í kaldakol hafa hreiðrað um sig aftur, eins og svínin í sögunni um Dýrabæ eftir George Orwell. Í skjóli einnar nætur var hlutur okkar í Íslandsbanka seldur, í lokuðu ferli og á stórafslætti til útvalinna einkavina, aðstandenda og innherja. Seldur föður fjármálaráðherrans, föðurbróður hans og frænda. Jafnvel söluaðilarnir sjálfir keyptu þessa almenningseign á undirverði, seldu eiginkonum, systkinum, vinum og vandamönnum allt frá einni milljón og upp í hundruð milljóna. Hrunverjarnir sem steyptu bönkunum með óráðsíu og fjárglæfrum 2008, fengu líka sinn skerf. Þeir runnu eins og hákarlar á blóð, Exista, Fons, Samherjamenn – alræmdir fyrir mútu og spillingarmál – og rifu til sín bita í trausti þess að ekkert myndi vitnast. Þeir héldu að bankaleynd og lokað ferli myndi skýla þeim; að stjórnmálamennirnir sem þeir hafa í vasanum myndu skýla þeim. Þessir sem hirða ekki um hag almennings heldur koma fram við þjóðina eins og blóðmerar – búpening sem beisla má og sjúga úr blóðið á meðan skepnan stendur uppi. Ef við rjúfum lögin þá rjúfum við friðinn! Og nú hafa lög verið rofin – ekki bara lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, heldur líka lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um aðgerðir gegn markaðssvikum og lög um opinber fjármál. Lög sem kveða á um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og gæslu samkeppnissjónarmiða. Engin af þeim skilyrðum voru virt við bankasöluna og heldur ekki áformin sem veifað var með tali um langtímafjárfesta, kjölfestufjárfesta, fagfjárfesta og erlenda fjárfesta. Allt var það blekking og hálfsannleikur, og eins Klettafjallaskáldið sagði: „Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi“ Á einni nóttu var milljarðagróði afhentur útvöldum einkavinum á kostnað almennings, og engum í bankasýslu eða ríkisstjórn virðist hafa hugkvæmst að frysta framhaldsviðskiptin með eignarhlutinn þegar farið var að innleysa gróðann. Hvað þá að taka ábyrgð. Takið eftir því að nú er ekki talað um að láta stjórn eða starfslið bankasýslunnar svara fyri gjörðir sínar! Nei, nú á að leggja stofnunina niður. Bankasýslan var alltaf þyrnir í augum hrunaflanna því að sú stofnun ætti, ef hún væri skipuð hæfu fólki, að gegna lykilhlutverki í að forða því sem gerðist í Íslandsbankasölunni. Sú varðstaða brást eins og allir vita. Og þá skal stofnunin lögð niður – væntanlega með vænum starfslokasamningum til þeirra sem sáu um söluna – og enginn svarar fyrir gjörðir sínar. Bjarni Benediktsson ætlar ekki heldur að axla sína ábyrgð, og nú er spurningin hvort hann muni komast upp með það? Ætlum við, almenningur í þessu landi, að láta hann komast upp með það? Það er ráðherra sem skrifar með eigin hendi undir alla sölusamningana í Íslandsbankasölunni. Hans er ábyrgðin. Hafi ráðherrann ekki skilið eigin gjörðir þá er hann vanhæfur og á að axla pólitíska ábyrgð. Hafi hann vitað hvað hann var að gera, þá er hann brotamaður. Í öllu falli á hann að sæta ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð vegna ákvæða í 2., 6., 7. og 10. gr. þeirra laga. Til að bíta höfuðið af skömminni segir Bjarni Benediktsson að vel hafi til tekist með söluna. Það tókst já, að maka krókinn hjá Hrunverjunum á kostnað almennings, eins og var kannski alltaf ætlunin – því hverjir eiga Sjálfstæðisflokkinn? Það tókst að hygla pabbanum, frændanum, flokksfélögum, Exista, Samherja, Fons og öllum hinum í hverra skjóli Bjarni Benediktsson situr við völd. Þjóðin þolir ekki meir. Við getum ekki látið ekki koma fram við okkur eins og blóðmerastóð. Megum aldrei líða einkavinavæðingu, spillingu og græðgi! Við eigum heimtingu á heilbrigðum leikreglum, jafnræði, sanngirni og ábyrgð. Við viljum siðað samfélag þar sem almannahagsmunir eru virtir og viðurkenndir. Katrín Jakobsdóttir, friðurinn er úti! Riftu Íslandsbankasölunni! Burt með Bjarna Benediktsson! Burt með spillingaröflin! Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar