Hver ræður? Kristinn Sigurjónsson skrifar 24. apríl 2022 20:00 Það munu væntanlega margir telja hel frosið í neðra þegar ég fer að taka upp hanskann fyrir verkalýðsfélagi og Sósíalista. Tel ég því næsta formsatriði að ég fái persónulega afsökunarbeiðni frá Gunnari Smára fyrir að hafa verið fleygt út úr Facebook-síðu sósíalista. Það er nú samt svo að þegar mér finnst menn eða málefni fá óréttláta og oft á tíðum ranga umfjöllun þá er ég tilbúinn að tjá mig hvort sem fólk hallast til vinstri eða hægri. Ég gladdist mjög þegar Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar stéttarfélags árið 2018. Ekki það að ég styddi hana til embættisins heldu að hún feldi Sigurð Bessason sem hafði af mér um 1.5 milljón á núvirði þá reyndar bara skrifstofublók hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún sem var eitt af 4 félögum sem sameinuðust undir Eflingu. Sigurður hafði í öll þau ár sem hann var starfandi formaður og varaformaður hjá Dagsbrún litið niður á launafólk nema svona rétt á tyllidögum og fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Þó svo að uppi hafi verið góð markmið við stofnun Eflingar þá tókst þáverandi formanni hálfvegis að svæfa félagið og fjarlægja það frá sínum félagsmönnum. Sem gerði það að verkum að félagið varð frekar lélegur stuðningsaðili láglaunafólks. Breytinga innan eflingar var því orðin alger nauðsyn þegar Sólveig kemur og er kosin formaður. Að koma inn í svona mafíu hugsunarhátt án þess að hafa verið í goggunarröðinni og ætla sér að stokka upp og hreinsa til er auðveldara að segja en gera og það kom líka strax í ljós að fólk sem þarna sat við kjötkatlana var ekki alveg tilbúið til að standa upp. Þegar togarinn heldur til veiða þá er ekki haldin fundur í borðsalnum og áhöfnin greiðir um það atkvæði á hvaða veiðislóð skuli haldið. Það er skipstjórinn sem tekur ákvörðun og hann stendur og fellu með sinni ákvörðun. Sama er með flest öll fyrirtæki það er einn sem ræður. Og sem starfsmanni ber þér að gera það sem þér er sagt að gera. Ef ekki þá ættirðu að finna þér aðra vinnu. Efling er ekki undanskilið þó það sé félag margra aðila þá hafa þeir aðilar kosið sér leiðtoga sem er samkvæmt öllum lýðræðis leikreglum í félagsskapnum réttkjörin. Þegar uppreisnin síðan innan félagsins er gengin úr hófi segir formaðurinn af sér býður sig fram aftur og fær aftur meirihluta atkvæða frá félagsmönnum. Hins vegar eru sætin við kjötkatlana svo góð og uppreisnin hafði virkað áður svo nú skal áfram haldið Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort Sólveig er rétta persónan til þess að leiða breytingar á félaginu. En að minnsta kosti er hún að reyna og hefur til þess stuðning meirihluta. Það er nauðsyn fyrir hvern leiðtoga að hafa fólk hjá sér sem leiðtoginn treystir og getur unnið með. Það hefur ekki verið raunin hjá Sólveigu þar sem en svífa leifar af fyrrum svæfingameistara innan Eflingar. Til að ná fram breytingu á starfslýsingu í ráðningarsamning þarf að segja upp núverandi ráðningarsamning. Það eru lög og reglur um hvernig því skal háttað. Það að verkalýðsfélag ráðist í hópuppsagnir þarf ekki á nokkurn hátt að skapa fordæmi fyrir vinnumarkaðinn. Þetta er nauðsynleg aðgerð hjá Sólveigur að segja öllum upp láta alla sitja við sama borð. Vissulega verða sumir ósáttir við breytingar enda orðnir vanir hinu ljúfa lífi Þá kemur berlega í ljós hverjir bera hag félagsins fyrir brjósti og hverjir ekki. Þeir ósáttu telja sér til framdráttar að bera innanhúss krísu á torg og til að bæta grá á svart sækja bumbu berjarara upp í Efstaleiti til að halda nornabrennununi gangandi. Ég hef sagt áður þegar Fjölmiðillinn í Efstaleiti er farinn að berja bumburnar þá er venjulega besta leiðin að stoppa staldra við því stórlega má vara sig á því sem þaðan kemur. Hefur margs sýnt sig að þar er það notað sem betur hljóma óháð staðreyndum. Sama og með togarann hér að ofan þá þarf ákveðið einræði Það er einn sem ræður og ef þú ert ekki sáttur við þær ákvarðanir sem sá aðili tekur þá er það þitt að koma með kurteislega ábendingu um að hugsanlega væri hægt að fara aðra leið. Eða segja upp störfum og finna þér aðra vinnu. Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú ert góður starfsmaður. Ef þú hins vegar ferð að bera innhús krísu á torg myndi ég að minnsta kosti reka þig á núll einni. Mistök Sólveigar eru þau að eftir að hafa sótt nýtt og óskorað umboð til að stjórna Eflingu hefði hún átt að taka hvern og einn starfsmann á eintal, setja viðkomandi reglurnar og ef viðkomandi er ekki tilbúinn til þess að samþykkja eða vinna að framgangi þeirra hugmynda sem formaðurinn hefur þá er ávísun fyri laun næstu 3 mánuði og þú hefur klukkustund til að hreinsa skrifborðið þitt. Höfundur er atvinnurekandi í Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Það munu væntanlega margir telja hel frosið í neðra þegar ég fer að taka upp hanskann fyrir verkalýðsfélagi og Sósíalista. Tel ég því næsta formsatriði að ég fái persónulega afsökunarbeiðni frá Gunnari Smára fyrir að hafa verið fleygt út úr Facebook-síðu sósíalista. Það er nú samt svo að þegar mér finnst menn eða málefni fá óréttláta og oft á tíðum ranga umfjöllun þá er ég tilbúinn að tjá mig hvort sem fólk hallast til vinstri eða hægri. Ég gladdist mjög þegar Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar stéttarfélags árið 2018. Ekki það að ég styddi hana til embættisins heldu að hún feldi Sigurð Bessason sem hafði af mér um 1.5 milljón á núvirði þá reyndar bara skrifstofublók hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún sem var eitt af 4 félögum sem sameinuðust undir Eflingu. Sigurður hafði í öll þau ár sem hann var starfandi formaður og varaformaður hjá Dagsbrún litið niður á launafólk nema svona rétt á tyllidögum og fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Þó svo að uppi hafi verið góð markmið við stofnun Eflingar þá tókst þáverandi formanni hálfvegis að svæfa félagið og fjarlægja það frá sínum félagsmönnum. Sem gerði það að verkum að félagið varð frekar lélegur stuðningsaðili láglaunafólks. Breytinga innan eflingar var því orðin alger nauðsyn þegar Sólveig kemur og er kosin formaður. Að koma inn í svona mafíu hugsunarhátt án þess að hafa verið í goggunarröðinni og ætla sér að stokka upp og hreinsa til er auðveldara að segja en gera og það kom líka strax í ljós að fólk sem þarna sat við kjötkatlana var ekki alveg tilbúið til að standa upp. Þegar togarinn heldur til veiða þá er ekki haldin fundur í borðsalnum og áhöfnin greiðir um það atkvæði á hvaða veiðislóð skuli haldið. Það er skipstjórinn sem tekur ákvörðun og hann stendur og fellu með sinni ákvörðun. Sama er með flest öll fyrirtæki það er einn sem ræður. Og sem starfsmanni ber þér að gera það sem þér er sagt að gera. Ef ekki þá ættirðu að finna þér aðra vinnu. Efling er ekki undanskilið þó það sé félag margra aðila þá hafa þeir aðilar kosið sér leiðtoga sem er samkvæmt öllum lýðræðis leikreglum í félagsskapnum réttkjörin. Þegar uppreisnin síðan innan félagsins er gengin úr hófi segir formaðurinn af sér býður sig fram aftur og fær aftur meirihluta atkvæða frá félagsmönnum. Hins vegar eru sætin við kjötkatlana svo góð og uppreisnin hafði virkað áður svo nú skal áfram haldið Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort Sólveig er rétta persónan til þess að leiða breytingar á félaginu. En að minnsta kosti er hún að reyna og hefur til þess stuðning meirihluta. Það er nauðsyn fyrir hvern leiðtoga að hafa fólk hjá sér sem leiðtoginn treystir og getur unnið með. Það hefur ekki verið raunin hjá Sólveigu þar sem en svífa leifar af fyrrum svæfingameistara innan Eflingar. Til að ná fram breytingu á starfslýsingu í ráðningarsamning þarf að segja upp núverandi ráðningarsamning. Það eru lög og reglur um hvernig því skal háttað. Það að verkalýðsfélag ráðist í hópuppsagnir þarf ekki á nokkurn hátt að skapa fordæmi fyrir vinnumarkaðinn. Þetta er nauðsynleg aðgerð hjá Sólveigur að segja öllum upp láta alla sitja við sama borð. Vissulega verða sumir ósáttir við breytingar enda orðnir vanir hinu ljúfa lífi Þá kemur berlega í ljós hverjir bera hag félagsins fyrir brjósti og hverjir ekki. Þeir ósáttu telja sér til framdráttar að bera innanhúss krísu á torg og til að bæta grá á svart sækja bumbu berjarara upp í Efstaleiti til að halda nornabrennununi gangandi. Ég hef sagt áður þegar Fjölmiðillinn í Efstaleiti er farinn að berja bumburnar þá er venjulega besta leiðin að stoppa staldra við því stórlega má vara sig á því sem þaðan kemur. Hefur margs sýnt sig að þar er það notað sem betur hljóma óháð staðreyndum. Sama og með togarann hér að ofan þá þarf ákveðið einræði Það er einn sem ræður og ef þú ert ekki sáttur við þær ákvarðanir sem sá aðili tekur þá er það þitt að koma með kurteislega ábendingu um að hugsanlega væri hægt að fara aðra leið. Eða segja upp störfum og finna þér aðra vinnu. Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú ert góður starfsmaður. Ef þú hins vegar ferð að bera innhús krísu á torg myndi ég að minnsta kosti reka þig á núll einni. Mistök Sólveigar eru þau að eftir að hafa sótt nýtt og óskorað umboð til að stjórna Eflingu hefði hún átt að taka hvern og einn starfsmann á eintal, setja viðkomandi reglurnar og ef viðkomandi er ekki tilbúinn til þess að samþykkja eða vinna að framgangi þeirra hugmynda sem formaðurinn hefur þá er ávísun fyri laun næstu 3 mánuði og þú hefur klukkustund til að hreinsa skrifborðið þitt. Höfundur er atvinnurekandi í Kanada.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar