Kolefnishlutlaus Kópavogur Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. apríl 2022 10:30 Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja. Kolefnishlutleysi er gríðarmikilvægt Það er margt sem við getum gert til að tryggja að samfélögin okkar verði kolefnishlutlaus. Þar mega sveitarfélögin ekki sitja hjá. Sem grunneiningar í uppbyggingu samfélagsins gegna þau lykilhlutverki til að markmið eins og þessi náist. Neyslan fer öll fram í sveitarfélögunum og þar er stór hluti ákvarðana teknar. Með því að stilla af innkaup á vöru og þjónustu þannig að alltaf séu valdir umhverfisvænustu kostirnir, annað hvort kolefnishlutlausir eða kolefnisjafnað á móti kaupunum, hjálpum við til við að gera umhverfið betra. Kópavogur er stór og kolefnishlutleysi hér skiptir máli Rúmlega 10% íbúa landsins býr í Kópavogi. Með einfaldri nálgun má ætla, að utan stóriðju, verði 10. hvert tonn af koltvísýringi í andrúmslofti, sem Íslendingar eru ábyrgir fyrir, til í Kópavogi. Hér er því til mikils að vinna. Við getum ekki breytt heiminum ein en við getum tekið góðar ákvarðanir sjálf sem á endanum hafa áhrif. Með ákvörðun stórs sveitarfélags um að öll innkaup á voru og þjónustu verði kolefnishlutlaus fyrir lok kjörtímabilsins verður ekki aðeins sett pressa á okkur, heldur munu aðrir fylgja í kjölfarið. Hér skiptir til dæmis miklu máli að við mat á framkvæmdum og í skipulagi sé gætt að þessum þáttum sérstaklega. Framkvæmdaaðilar munu þá þurfa að sýna fram á að þeirra verkáætlanir, tækjanotkun og efnisnotkun sé kolefnishlutlaus, og hvernig þeir ætla að tryggja að svo sé. Bærinn sjálfur mun þurfa að sýna að þau faratæki sem hann notar eða kaupir, þær skrifstofuvörur, matvæli og fleira og fleira sé kolefnishlutlaust, eða að minnsta kosti kolefnisjafna á móti þeirri losun sem þetta skapar. Bærinn getur svo ýtt undir að bæjarbúar og fyrirtæki í bænum geri hið sama, t.d. með því að hjálpa til við uppsetningu rafhleðslustöðva, með fleiri grenndargámum, hjóla og göngustígum og skipulagi þjónustu í nærumhverfi. Kópavogur fyrirmynd Kópavogur á að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að umhverfismálum. Vinstri græn vilja setja metnaðarfull en raunhæf markmið í þeim efnum. Göngum lengra og gerum Kópavog að betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er læknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja. Kolefnishlutleysi er gríðarmikilvægt Það er margt sem við getum gert til að tryggja að samfélögin okkar verði kolefnishlutlaus. Þar mega sveitarfélögin ekki sitja hjá. Sem grunneiningar í uppbyggingu samfélagsins gegna þau lykilhlutverki til að markmið eins og þessi náist. Neyslan fer öll fram í sveitarfélögunum og þar er stór hluti ákvarðana teknar. Með því að stilla af innkaup á vöru og þjónustu þannig að alltaf séu valdir umhverfisvænustu kostirnir, annað hvort kolefnishlutlausir eða kolefnisjafnað á móti kaupunum, hjálpum við til við að gera umhverfið betra. Kópavogur er stór og kolefnishlutleysi hér skiptir máli Rúmlega 10% íbúa landsins býr í Kópavogi. Með einfaldri nálgun má ætla, að utan stóriðju, verði 10. hvert tonn af koltvísýringi í andrúmslofti, sem Íslendingar eru ábyrgir fyrir, til í Kópavogi. Hér er því til mikils að vinna. Við getum ekki breytt heiminum ein en við getum tekið góðar ákvarðanir sjálf sem á endanum hafa áhrif. Með ákvörðun stórs sveitarfélags um að öll innkaup á voru og þjónustu verði kolefnishlutlaus fyrir lok kjörtímabilsins verður ekki aðeins sett pressa á okkur, heldur munu aðrir fylgja í kjölfarið. Hér skiptir til dæmis miklu máli að við mat á framkvæmdum og í skipulagi sé gætt að þessum þáttum sérstaklega. Framkvæmdaaðilar munu þá þurfa að sýna fram á að þeirra verkáætlanir, tækjanotkun og efnisnotkun sé kolefnishlutlaus, og hvernig þeir ætla að tryggja að svo sé. Bærinn sjálfur mun þurfa að sýna að þau faratæki sem hann notar eða kaupir, þær skrifstofuvörur, matvæli og fleira og fleira sé kolefnishlutlaust, eða að minnsta kosti kolefnisjafna á móti þeirri losun sem þetta skapar. Bærinn getur svo ýtt undir að bæjarbúar og fyrirtæki í bænum geri hið sama, t.d. með því að hjálpa til við uppsetningu rafhleðslustöðva, með fleiri grenndargámum, hjóla og göngustígum og skipulagi þjónustu í nærumhverfi. Kópavogur fyrirmynd Kópavogur á að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að umhverfismálum. Vinstri græn vilja setja metnaðarfull en raunhæf markmið í þeim efnum. Göngum lengra og gerum Kópavog að betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er læknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun