Foreldraútilokun - falið vandamál? Róbert Bragason skrifar 25. apríl 2022 22:01 Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Einn situr Geir Bakþankar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Skattskrár og ofurlaun Fastir pennar Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Aldraðir á Landspítala Fastir pennar Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar