Halldór Jóhann: Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2022 22:10 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ómyrkur í máli eftir fimm marka tap sinna manna gegn FH í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hann segist sjaldan hafa séð jafn slæman hálfleik og sínir menn sýndu í fyrri hálfleik. „Ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég á eftir að kíkja á þetta aftur, en það er alveg ljóst að þessi fyrri hálfleikur er eitthvað mesta drullumall sem við höfum framleitt hérna síðan ég kom,“ sagði Halldór Jóhann niðurlútur að leik loknum. „Það skipti engu máli hver það var. Við verðum bara tóma þvælu. Við eigum sjö skot framhjá sem er bara svona ein tölfræði til dæmis. Svo bara gátum við ekki varist, gátum ekki skorað mörk og þetta var bara eiginlega með ólíkindum.“ „Mig langar bara að biðja fólkið okkar afsökunar. Allt þetta fólk sem lagði á sig að koma hérna í höllina og horfa á Selfossliðið. Að þetta hafi verið það sem við buðum upp á hérna í fyrri hálfleik er bara algjörlega til skammar. Ég ætla að vona að þetta sama fólk og mætti hérna í kvöld mæti líka í Krikann á fimmtudaginn en ég skil það bara vel ef það ákveður að vera heima.“ Þetta er núna annar heimaleikur Selfyssinga í röð þar sem liðið er í raun búið að kasta inn handklæðinu í fyrri hálfleik, en liðið steinlá fyrir Valsmönnum í lokaumferð deildarkeppninnar. Þá höfðu Selfyssingar ekki að neinu að keppa, en ekki var hægt að fela sig á bak við það í kvöld því þessi leikur gegn FH-ingum skipti svo sannarlega máli. „Við getum nú kannski ekki farið að draga þennan Valsleik inn í þessa umræðu, það er kannski svolítið annað en auðvitað voru úrslitin þar ekki falleg. Spennustigið í kvöld hjá einstaka leikmönnum er náttúrulega bara glórulaust. Það er bara ljóst. Það er ekki eins og það sé enginn aldur í liðinu og þeir sem komu inn í seinni hálfleik voru í rauninni bestu leikmennirnir í kvöld. Þeim ber að hrósa og þeir komu flottir inn.“ „Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik. Það er bara með ólíkindum. Bara ótrúlegt að við höfum tapað þessum leik bara með fimm eða sex mörkum og áttum í rauninni möguleika á að minnka muninn í fjögur eða þrjú mörk í seinni hálfleik. Tíu mörk er bara allt of mikið á móti svona góðu FH liði.“ Eins og Halldór talar um þá voru nokkrir ljósir punktar í liði Selfyssinga. Karolis Stropus var líklega þeirra besti maður sóknarlega og þá komu ungir strákar einnig inn, ásamt Sölva Ólafssyni í markið og þeir skiluðu allir ágætis hlutverki. „Jú það er bara þannig að það hefði örugglega verið hægt að leyfa þeim að spila bara aðeins meira. En þeir fengu alveg mínútur og svo vildum við kannski leyfa mönnum að svara aðeins fyrir þennan fyrri hálfleik og sjá hvort það myndi kvikna á þeim. En þessum sem komu inn ber að hrósa, það er ekki spurning. Þetta eru bara ungir strákar og Sölvi kom vel inn í markið.“ „En það er bara svo margt sem er að. Við spilum varnarleikinn fínt í seinni hálfleik. En ég þarf bara að skoða fyrri hálfleikinn. Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Maður var bara eiginlega hálf sjokkeraður eftir þennan fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir þetta slæma tap í kvöld eiga Selfyssingar þó enn möguleika á að bæta upp fyrir það. Liðið fer í Kaplakrika á fimmtudaginn þar sem FH-ingar taka á móti þeim í oddaleik um sæti í undanúrslitum. „Við getum unnið í öllum húsum og við getum líka tapað alls staðar. Það kannski sýnir sig svolítið í því hvernig við spilum í kvöld. Þetta var ekkert eðlilega lágt plan sem við komumst á. En við vitum það líka að við getum verið alveg í hæstu hæðum og spilað frábæran handbolta og nú er það bara mitt og okkar að ná því fram á fimmtudaginn.“ Íslenski handboltinn Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 „Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. 25. apríl 2022 21:45 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég á eftir að kíkja á þetta aftur, en það er alveg ljóst að þessi fyrri hálfleikur er eitthvað mesta drullumall sem við höfum framleitt hérna síðan ég kom,“ sagði Halldór Jóhann niðurlútur að leik loknum. „Það skipti engu máli hver það var. Við verðum bara tóma þvælu. Við eigum sjö skot framhjá sem er bara svona ein tölfræði til dæmis. Svo bara gátum við ekki varist, gátum ekki skorað mörk og þetta var bara eiginlega með ólíkindum.“ „Mig langar bara að biðja fólkið okkar afsökunar. Allt þetta fólk sem lagði á sig að koma hérna í höllina og horfa á Selfossliðið. Að þetta hafi verið það sem við buðum upp á hérna í fyrri hálfleik er bara algjörlega til skammar. Ég ætla að vona að þetta sama fólk og mætti hérna í kvöld mæti líka í Krikann á fimmtudaginn en ég skil það bara vel ef það ákveður að vera heima.“ Þetta er núna annar heimaleikur Selfyssinga í röð þar sem liðið er í raun búið að kasta inn handklæðinu í fyrri hálfleik, en liðið steinlá fyrir Valsmönnum í lokaumferð deildarkeppninnar. Þá höfðu Selfyssingar ekki að neinu að keppa, en ekki var hægt að fela sig á bak við það í kvöld því þessi leikur gegn FH-ingum skipti svo sannarlega máli. „Við getum nú kannski ekki farið að draga þennan Valsleik inn í þessa umræðu, það er kannski svolítið annað en auðvitað voru úrslitin þar ekki falleg. Spennustigið í kvöld hjá einstaka leikmönnum er náttúrulega bara glórulaust. Það er bara ljóst. Það er ekki eins og það sé enginn aldur í liðinu og þeir sem komu inn í seinni hálfleik voru í rauninni bestu leikmennirnir í kvöld. Þeim ber að hrósa og þeir komu flottir inn.“ „Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik. Það er bara með ólíkindum. Bara ótrúlegt að við höfum tapað þessum leik bara með fimm eða sex mörkum og áttum í rauninni möguleika á að minnka muninn í fjögur eða þrjú mörk í seinni hálfleik. Tíu mörk er bara allt of mikið á móti svona góðu FH liði.“ Eins og Halldór talar um þá voru nokkrir ljósir punktar í liði Selfyssinga. Karolis Stropus var líklega þeirra besti maður sóknarlega og þá komu ungir strákar einnig inn, ásamt Sölva Ólafssyni í markið og þeir skiluðu allir ágætis hlutverki. „Jú það er bara þannig að það hefði örugglega verið hægt að leyfa þeim að spila bara aðeins meira. En þeir fengu alveg mínútur og svo vildum við kannski leyfa mönnum að svara aðeins fyrir þennan fyrri hálfleik og sjá hvort það myndi kvikna á þeim. En þessum sem komu inn ber að hrósa, það er ekki spurning. Þetta eru bara ungir strákar og Sölvi kom vel inn í markið.“ „En það er bara svo margt sem er að. Við spilum varnarleikinn fínt í seinni hálfleik. En ég þarf bara að skoða fyrri hálfleikinn. Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Maður var bara eiginlega hálf sjokkeraður eftir þennan fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir þetta slæma tap í kvöld eiga Selfyssingar þó enn möguleika á að bæta upp fyrir það. Liðið fer í Kaplakrika á fimmtudaginn þar sem FH-ingar taka á móti þeim í oddaleik um sæti í undanúrslitum. „Við getum unnið í öllum húsum og við getum líka tapað alls staðar. Það kannski sýnir sig svolítið í því hvernig við spilum í kvöld. Þetta var ekkert eðlilega lágt plan sem við komumst á. En við vitum það líka að við getum verið alveg í hæstu hæðum og spilað frábæran handbolta og nú er það bara mitt og okkar að ná því fram á fimmtudaginn.“
Íslenski handboltinn Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 „Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. 25. apríl 2022 21:45 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25
„Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. 25. apríl 2022 21:45