Þörf á endurskoðun laga um klám og vændi í þágu þolenda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2022 20:00 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir slæmt að vera með löggjöf sem ekki sé tekin alvarlega og telur að endurskoða þurfi klámbann í lögum. vísir/Vilhelm Íslensk löggjöf um klám og vændi þjónar ekki tilgangi sínum að mati þingmanns Pírata sem telur þörf á heildarendurskoðun. Hún telur klámbann byggt á úreltum siðferðislegum viðhorfum og að til greina geti komið að afglæpavæða vændi. Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“ Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“
Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17
Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39