Þörf á endurskoðun laga um klám og vændi í þágu þolenda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2022 20:00 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir slæmt að vera með löggjöf sem ekki sé tekin alvarlega og telur að endurskoða þurfi klámbann í lögum. vísir/Vilhelm Íslensk löggjöf um klám og vændi þjónar ekki tilgangi sínum að mati þingmanns Pírata sem telur þörf á heildarendurskoðun. Hún telur klámbann byggt á úreltum siðferðislegum viðhorfum og að til greina geti komið að afglæpavæða vændi. Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“ Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“
Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17
Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent