Miami komið áfram og sýning hjá Morant á lokakaflanum í sigri Memphis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2022 07:30 Ja Morant gengur hér af velli eftir að hafa öðrum fremur séð til þess að Memphis Grizzlies vann Minnesota Timberwolves í fimmta leik liðanna. AP/Brandon Dill Miami Heat varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í annarri umferð úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta og bættist þar í hóp með Boston Celtics. Miami Heat vann 97-94 sigur á Atlanta Hawks í fimmta leik liðanna sem fór fram í Atlanta og vann því einvígið 4-1. Þetta gerði Miami liðið þrátt fyrir að leika án bæði stjörnuleikmannanna Kyle Lowry og Jimmy Butler sem voru frá vegna meiðsla. The @MiamiHEAT execute perfectly on the last defensive possession of the game to get the win and advance! pic.twitter.com/PygOai493B— NBA (@NBA) April 27, 2022 Victor Oladipo skoraði 23 stig fyrir Miami og Bam Adebayo var með 20 stig og 11 fráköst. Það var varnarleikur Miami sem var stjarnan í seríunni og þá sérstaklega vörn liðsins á bakvörðinn Trae Young. Young var aðeins með 15,4 stig í leik í einvíginu, hann nýtti aðeins 32 prósent skota sinna og var með jafnmarga tapaða bolta og stoðsendingar. Í lokaleiknum klikkaði Young á 10 af 12 skotum sínum og skoraði bara 11 stig. De'Andre Hunter var langstigahæstur hjá Hawks liðinu með 35 stig. OH MY JA!!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/gR6IBaFsAw— NBA (@NBA) April 27, 2022 Ja Morant bauð upp á sýningu í lok leiks þegar Memphis Grizzlies komst í 3-2 á móti Minnesota Timberwolves eftir 111-109 sigur. Morant skoraði ellefu síðustu stigin fyrir Memphis þar á meðal sigurkörfuna sekúndu fyrir leikslok. Hann endaði með 30 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar eftir að hafa boðið upp á 18 stiga lokaleikhluta. BIG 12 shines brightest in the BIG moments After tonight's game-winner by @JaMorant, check out all 4 of his game-winners! #GrindCity pic.twitter.com/JGIewLJWjB— NBA (@NBA) April 27, 2022 Desmond Bane var með 25 stig fyrir Memphis og Brandon Clarke kom með 21 stig af bekknum. Karl-Anthony Towns var atkvæðamestur hjá Minnesota með 28 stig og 12 fráköst en Anthony Edwards skoraði 22 stig. The Point God orchestrated the @Suns offense to victory, dropping 11 dimes to snatch a 3-2 series lead! #RallyTheValley@CP3: 22 PTS, 6 REB, 11 AST, 3 STL #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/uFlLuXjEzY— NBA (@NBA) April 27, 2022 Phoenix Suns er síðan komið 3-2 yfir á móti New Orleans Pelicans eftir 112-97 sigur í nótt. Suns var með frumkvæðið allan tímann en ekki illa að hrista af sér Pelíkanana. Mikal Bridges skoraði 31 stig fyrir Phoenix og Chris Paul var með 22 stig og 11 stoðsendingar. Brandon Ingram var með 22 stig fyrir New Orleans liðið og CJ McCollum bætti við 21 stigi. Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: Miami Heat - Atlanta Hawks 97-94 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 111-109 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 112-97 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 3-1 Chicago Bulls (6) (4) Philadelphia 76ers 3-2 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 3-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 3-1 Denver Nuggets (6) (4) Dallas Mavericks 3-2 Utah Jazz (5) NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Miami Heat vann 97-94 sigur á Atlanta Hawks í fimmta leik liðanna sem fór fram í Atlanta og vann því einvígið 4-1. Þetta gerði Miami liðið þrátt fyrir að leika án bæði stjörnuleikmannanna Kyle Lowry og Jimmy Butler sem voru frá vegna meiðsla. The @MiamiHEAT execute perfectly on the last defensive possession of the game to get the win and advance! pic.twitter.com/PygOai493B— NBA (@NBA) April 27, 2022 Victor Oladipo skoraði 23 stig fyrir Miami og Bam Adebayo var með 20 stig og 11 fráköst. Það var varnarleikur Miami sem var stjarnan í seríunni og þá sérstaklega vörn liðsins á bakvörðinn Trae Young. Young var aðeins með 15,4 stig í leik í einvíginu, hann nýtti aðeins 32 prósent skota sinna og var með jafnmarga tapaða bolta og stoðsendingar. Í lokaleiknum klikkaði Young á 10 af 12 skotum sínum og skoraði bara 11 stig. De'Andre Hunter var langstigahæstur hjá Hawks liðinu með 35 stig. OH MY JA!!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/gR6IBaFsAw— NBA (@NBA) April 27, 2022 Ja Morant bauð upp á sýningu í lok leiks þegar Memphis Grizzlies komst í 3-2 á móti Minnesota Timberwolves eftir 111-109 sigur. Morant skoraði ellefu síðustu stigin fyrir Memphis þar á meðal sigurkörfuna sekúndu fyrir leikslok. Hann endaði með 30 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar eftir að hafa boðið upp á 18 stiga lokaleikhluta. BIG 12 shines brightest in the BIG moments After tonight's game-winner by @JaMorant, check out all 4 of his game-winners! #GrindCity pic.twitter.com/JGIewLJWjB— NBA (@NBA) April 27, 2022 Desmond Bane var með 25 stig fyrir Memphis og Brandon Clarke kom með 21 stig af bekknum. Karl-Anthony Towns var atkvæðamestur hjá Minnesota með 28 stig og 12 fráköst en Anthony Edwards skoraði 22 stig. The Point God orchestrated the @Suns offense to victory, dropping 11 dimes to snatch a 3-2 series lead! #RallyTheValley@CP3: 22 PTS, 6 REB, 11 AST, 3 STL #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/uFlLuXjEzY— NBA (@NBA) April 27, 2022 Phoenix Suns er síðan komið 3-2 yfir á móti New Orleans Pelicans eftir 112-97 sigur í nótt. Suns var með frumkvæðið allan tímann en ekki illa að hrista af sér Pelíkanana. Mikal Bridges skoraði 31 stig fyrir Phoenix og Chris Paul var með 22 stig og 11 stoðsendingar. Brandon Ingram var með 22 stig fyrir New Orleans liðið og CJ McCollum bætti við 21 stigi. Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: Miami Heat - Atlanta Hawks 97-94 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 111-109 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 112-97 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 3-1 Chicago Bulls (6) (4) Philadelphia 76ers 3-2 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 3-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 3-1 Denver Nuggets (6) (4) Dallas Mavericks 3-2 Utah Jazz (5)
Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: Miami Heat - Atlanta Hawks 97-94 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 111-109 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 112-97 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 3-1 Chicago Bulls (6) (4) Philadelphia 76ers 3-2 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 3-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 3-1 Denver Nuggets (6) (4) Dallas Mavericks 3-2 Utah Jazz (5)
NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira