Anfield fær ekki EM-leiki af því hann er of lítill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Divock Origi skorar mark sitt fyrir Liverpool á móti Everton á Anfield um helgina fyrir framan Kop-stúkuna frægu. AP/Jon Super Liverpool spilar undanúrslitaleik í Meistaradeildinni á Anfield leikvanginum á móti Villarreal í kvöld en þessi heimsfrægi leikvangur nær þó ekki lágmarki UEFA fyrir Evrópumótið í fótbolta. Knattspyrnusamband Evrópu er með strangar reglur þegar kemur að því að halda leiki á Evrópumótinu í fótbolta reyndar bara fyrir karlamótið því eins og við Íslendingum þekkjum þá er í lagi að setja leiki á EM kvenna á litla æfingavelli. Það myndu nú flestir halda að Anfield næði að uppfylla gæðakröfur sambandsins en annað er að koma á daginn. Enskir miðlar slá því upp að Anfield verði skilinn út undan þegar ákveðið á hvaða völlum verði spilað á Evrópumótinu á Bretlandseyjum 2028. Alls verða valdir fimmtán leikvangar þar af tíu á Englandi. Þrátt fyrir að vera einn frægasti leikvangur landsins þá veður Anfield ekki í þessum hópi og ástæðan er stærð grasflatarins. Lágmarkskröfur fyrir leikvang að halda leiki á EM er að vera með grasflöt sem getur hýst leikvang sem er að lágmarki 105 metrar á lengd og 68 metrar á breidd. Anfield leikvangurinn er bara 101 metri á lengd á milli Kop-stúkunnar og stúkunnar við Anfield sem er nú unnið að því að stækka. Stærri stúka mun þó ekki leysa vandamálið því leikflöturinn mun ekkert stækka þótt að stúkan stækki. Enska knattspyrnusambandið á að hafa látið Liverpool-menn vita af því að af þessum sökum komi Anfield ekki til greina. Eina leiðin fyrir Liverpool borg að hýsa leiki er að Everton takist að klára nýja Bramley Moore leikvanginn í tíma. Sá leikvangur á að vera tekinn í notkun fyrir 2024-25 tímabilið og eru góðar líkur á því. Enski boltinn Bretland Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er með strangar reglur þegar kemur að því að halda leiki á Evrópumótinu í fótbolta reyndar bara fyrir karlamótið því eins og við Íslendingum þekkjum þá er í lagi að setja leiki á EM kvenna á litla æfingavelli. Það myndu nú flestir halda að Anfield næði að uppfylla gæðakröfur sambandsins en annað er að koma á daginn. Enskir miðlar slá því upp að Anfield verði skilinn út undan þegar ákveðið á hvaða völlum verði spilað á Evrópumótinu á Bretlandseyjum 2028. Alls verða valdir fimmtán leikvangar þar af tíu á Englandi. Þrátt fyrir að vera einn frægasti leikvangur landsins þá veður Anfield ekki í þessum hópi og ástæðan er stærð grasflatarins. Lágmarkskröfur fyrir leikvang að halda leiki á EM er að vera með grasflöt sem getur hýst leikvang sem er að lágmarki 105 metrar á lengd og 68 metrar á breidd. Anfield leikvangurinn er bara 101 metri á lengd á milli Kop-stúkunnar og stúkunnar við Anfield sem er nú unnið að því að stækka. Stærri stúka mun þó ekki leysa vandamálið því leikflöturinn mun ekkert stækka þótt að stúkan stækki. Enska knattspyrnusambandið á að hafa látið Liverpool-menn vita af því að af þessum sökum komi Anfield ekki til greina. Eina leiðin fyrir Liverpool borg að hýsa leiki er að Everton takist að klára nýja Bramley Moore leikvanginn í tíma. Sá leikvangur á að vera tekinn í notkun fyrir 2024-25 tímabilið og eru góðar líkur á því.
Enski boltinn Bretland Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira