Auknar félagslegar aðgerðir í kjölfar Covid-19 Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. apríl 2022 11:30 Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Viðhorfskannanir benda einnig til mjög mismunandi reynslu fólks af faraldrinum eftir aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, starfsstétt og tekjum. Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir páska að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári til sértækra aðgerða til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19 og var sérstaklega horft til viðkvæmra hópa með ákvörðuninni. Stór hluti þessa fjármagns fer til verkefna í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða tæpar 300 milljónir króna. Spornað gegn einmanaleika eldra fólks Félagsleg einangrun eldra fólks jókst í heimsfaraldrinum og það hreyfði sig minna. Eitt af stóru verkefnunum í nútímasamfélagi er að sporna gegn einangrun og einmanaleika, ekki síst meðal eldra fólks. Við ætlum að verja sextíu milljónum króna í að efla félagsstarf í sveitarfélögum, heilsueflingu og fræðslu, meðal annars um gildi hreyfingar og þátttöku í félagsstarfi eldra fólks. Aukinn stuðningur við viðkvæma hópa Það er afar mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu viðkvæmra hópa í kjölfar faraldursins, en rannsóknir sýna að áhrif á þá vara lengur og koma fram síðar og við vitum að það var meðal annars reynslan eftir bankahrunið. Við munum því verja 80 milljónum króna á þessu ári til að styðja við félagasamtök sem þjónusta viðkvæma hópa, meðal annars til að takast á við einangrun og andlegt álag, veita mataraðstoð, félagslegan stuðning og stuðning við heimilislaust fólk. Úrræði fyrir þolendur og gerendur ofbeldis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið mun verja 45 milljónum króna til að auka aðgang að úrræðum fyrir þolendur og gerendur kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis, en heimilisofbeldismál hafa aldrei verið fleiri en síðastliðin tvö ár. Við munum því veita auknu fjármagni til verkefna hjá félagasamtökum sem veita stuðning og ráðgjöf til þolenda ofbeldis og einnig til sálfræðimeðferða fyrir gerendur. Félagsstarf fatlaðs fólks styrkt Fatlað fólk hefur þurft að þola mikla einangrun vegna Covid-19 faraldursins og mikilvægt er að draga úr einmanaleika þess og auka aftur félagsleg tengsl. Til dæmis sýnir ein rannsókn að um helmingur svarenda sögðu að heimsfaraldurinn hefði raskað daglegu lífi þeirra frekar mikið eða mjög mikið. 95 milljónum króna verður varið í að efla félagsstarf fatlaðs fólks, meðal annars ævintýrabúðir fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og auknu félagsstarfi fullorðins fatlaðs fólks sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid-19. Milljarður árlega næstu þrjú ár Það er mikilvægt verkefni stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna félagslegra og heilsufarslegra áhrifa faraldursins til lengri tíma. Þess vegna hyggst ríkisstjórnin verja einum milljarði króna árlega næstu þrjú árin til verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn félagslegum- og heilsufarslegum langtímaáhrifum faraldursins. Útfærsla þeirra verkefna er í vinnslu. Við höfum frá upphafi faraldursins lagt mikla áherslu á að styðja við viðkvæma hópa og höldum áfram að setja það verkefni á oddinn. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Viðhorfskannanir benda einnig til mjög mismunandi reynslu fólks af faraldrinum eftir aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, starfsstétt og tekjum. Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir páska að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári til sértækra aðgerða til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19 og var sérstaklega horft til viðkvæmra hópa með ákvörðuninni. Stór hluti þessa fjármagns fer til verkefna í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða tæpar 300 milljónir króna. Spornað gegn einmanaleika eldra fólks Félagsleg einangrun eldra fólks jókst í heimsfaraldrinum og það hreyfði sig minna. Eitt af stóru verkefnunum í nútímasamfélagi er að sporna gegn einangrun og einmanaleika, ekki síst meðal eldra fólks. Við ætlum að verja sextíu milljónum króna í að efla félagsstarf í sveitarfélögum, heilsueflingu og fræðslu, meðal annars um gildi hreyfingar og þátttöku í félagsstarfi eldra fólks. Aukinn stuðningur við viðkvæma hópa Það er afar mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu viðkvæmra hópa í kjölfar faraldursins, en rannsóknir sýna að áhrif á þá vara lengur og koma fram síðar og við vitum að það var meðal annars reynslan eftir bankahrunið. Við munum því verja 80 milljónum króna á þessu ári til að styðja við félagasamtök sem þjónusta viðkvæma hópa, meðal annars til að takast á við einangrun og andlegt álag, veita mataraðstoð, félagslegan stuðning og stuðning við heimilislaust fólk. Úrræði fyrir þolendur og gerendur ofbeldis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið mun verja 45 milljónum króna til að auka aðgang að úrræðum fyrir þolendur og gerendur kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis, en heimilisofbeldismál hafa aldrei verið fleiri en síðastliðin tvö ár. Við munum því veita auknu fjármagni til verkefna hjá félagasamtökum sem veita stuðning og ráðgjöf til þolenda ofbeldis og einnig til sálfræðimeðferða fyrir gerendur. Félagsstarf fatlaðs fólks styrkt Fatlað fólk hefur þurft að þola mikla einangrun vegna Covid-19 faraldursins og mikilvægt er að draga úr einmanaleika þess og auka aftur félagsleg tengsl. Til dæmis sýnir ein rannsókn að um helmingur svarenda sögðu að heimsfaraldurinn hefði raskað daglegu lífi þeirra frekar mikið eða mjög mikið. 95 milljónum króna verður varið í að efla félagsstarf fatlaðs fólks, meðal annars ævintýrabúðir fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og auknu félagsstarfi fullorðins fatlaðs fólks sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid-19. Milljarður árlega næstu þrjú ár Það er mikilvægt verkefni stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna félagslegra og heilsufarslegra áhrifa faraldursins til lengri tíma. Þess vegna hyggst ríkisstjórnin verja einum milljarði króna árlega næstu þrjú árin til verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn félagslegum- og heilsufarslegum langtímaáhrifum faraldursins. Útfærsla þeirra verkefna er í vinnslu. Við höfum frá upphafi faraldursins lagt mikla áherslu á að styðja við viðkvæma hópa og höldum áfram að setja það verkefni á oddinn. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar